Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 55

Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 55
GLOÐAFEYKIR 53 heilsa leyfði og þó lengur að vísu, en frá því síðla árs 1973 dvaldist hún óslitið á sjúkrahúsi og lengstum rúmföst, en hafði áður oftsinnis orðið að vera tímum saman undir læknishendi. „Ung kona varð hún fyrirþví áfalli að fá svo illkynjað mein í annan fótinn, að ekki voru önnur ráð tiltæk en að taka hann af. Varð þetta henni... hin þyngsta kvöl, því að ekki var þá orðin sem síðar varð sú tækni í gerð gervilima og umbúnaði þeirra”. (Sr. G. G.). Börn þeirra hjóna voru tvö: Ingibjörg, húsfreyja í Kolgröf og síðar á Sauðárkróki, d. 1976, sjá Glóðaf. 22, bls. 68 og Árni, bóndi í Krithólsgerði. Jóhanna Sæmundsdóttir var geðfelld kona, gædd hlýju lundarfari, æðruleysi og þolgæði, ávallt glöð og hress í viðmóti, enda þótt eigi tæki á heilli sér, lét eigi á sér festa þótt straumur lægi í fangið og í stríðara lagi löngum. Sigfús Björnsson, verkamaður á Sauðárkróki, lést hinn ll.jan. 1978. Hann var fæddur að Steindyrum í Svarfaðardal 8. des. 1893, sonur Björns, síðar bónda á Unastöðum í Kolbeinsdal, Björnssonar bónda í Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal, Jónssonar bónda á Botni í Fjörðum, Jónssonar, og konu hans Guðbjargar Guðjónsdóttur bónda á Hólma- vaði í Aðaldal. Sigfús ólst upp í foreldrahúsum, næstelstur 9 systkina, fyrst að Steindyrum, þar sem foreldrar hans voru í húsmennsku um nokkurra ára skeið, þá á Hrafnsstöðum (nú Hlíð) í Hjaltadal 1903-1908 og loks á Unastöðum til 1915, er foreldrar hans létu af búskap, fluttu til Hofsóss og þaðan að tveimur árum liðnum til Sauðárkróks og áttu þar heima til dauðadags. Ungur vandist Sigfús því að taka til hendi, fór þegar upp úr fermingu að vinna utan heimilis og réðst vinnumaður að Hólum í Sigfús Hjaltadal, þá vaxinn nokkuð. Þar kynntist Björnsson hann konuefni sínu, Bergþóru Þórðardóttur bónda í Reykjaseli á Mælifellsdal, Jónssonar bónda þar, Hallgrímssonar, og konu hans Hansínu Petreu Elíasdóttur bónda á

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.