Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 55

Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 55
GLOÐAFEYKIR 53 heilsa leyfði og þó lengur að vísu, en frá því síðla árs 1973 dvaldist hún óslitið á sjúkrahúsi og lengstum rúmföst, en hafði áður oftsinnis orðið að vera tímum saman undir læknishendi. „Ung kona varð hún fyrirþví áfalli að fá svo illkynjað mein í annan fótinn, að ekki voru önnur ráð tiltæk en að taka hann af. Varð þetta henni... hin þyngsta kvöl, því að ekki var þá orðin sem síðar varð sú tækni í gerð gervilima og umbúnaði þeirra”. (Sr. G. G.). Börn þeirra hjóna voru tvö: Ingibjörg, húsfreyja í Kolgröf og síðar á Sauðárkróki, d. 1976, sjá Glóðaf. 22, bls. 68 og Árni, bóndi í Krithólsgerði. Jóhanna Sæmundsdóttir var geðfelld kona, gædd hlýju lundarfari, æðruleysi og þolgæði, ávallt glöð og hress í viðmóti, enda þótt eigi tæki á heilli sér, lét eigi á sér festa þótt straumur lægi í fangið og í stríðara lagi löngum. Sigfús Björnsson, verkamaður á Sauðárkróki, lést hinn ll.jan. 1978. Hann var fæddur að Steindyrum í Svarfaðardal 8. des. 1893, sonur Björns, síðar bónda á Unastöðum í Kolbeinsdal, Björnssonar bónda í Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal, Jónssonar bónda á Botni í Fjörðum, Jónssonar, og konu hans Guðbjargar Guðjónsdóttur bónda á Hólma- vaði í Aðaldal. Sigfús ólst upp í foreldrahúsum, næstelstur 9 systkina, fyrst að Steindyrum, þar sem foreldrar hans voru í húsmennsku um nokkurra ára skeið, þá á Hrafnsstöðum (nú Hlíð) í Hjaltadal 1903-1908 og loks á Unastöðum til 1915, er foreldrar hans létu af búskap, fluttu til Hofsóss og þaðan að tveimur árum liðnum til Sauðárkróks og áttu þar heima til dauðadags. Ungur vandist Sigfús því að taka til hendi, fór þegar upp úr fermingu að vinna utan heimilis og réðst vinnumaður að Hólum í Sigfús Hjaltadal, þá vaxinn nokkuð. Þar kynntist Björnsson hann konuefni sínu, Bergþóru Þórðardóttur bónda í Reykjaseli á Mælifellsdal, Jónssonar bónda þar, Hallgrímssonar, og konu hans Hansínu Petreu Elíasdóttur bónda á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.