Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 14

Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 14
12 GLOÐAFEYKIR Árni Gunnarsson frá Flatatungu: Samvinnumaður í hálfa öld r Guttormur Oskarsson, lærisveinn Jónasar frá Hriflu og gjaldkeri Kaupfélags Skagfírðinga „Ég hef fylgst með sögunni frá því ég var unglingur” Það var hvöss norðanátt með snjókomu og fáir á ferli á Króknum þennan morgun. Haustinu var lokið og vetur konungur boðaði komu sína á kaldranalegan hátt. Ég hringdi bjöllunni á húsi núrner 25 við Skagfirðingabraut og húsráðandi, Guttormur Oskarsson, kom til dyra. Við heilsuðumst og mér var boðið inn. fyrst í eldhús og síðan til stofu. Guttormur vissi erindi mitt og þegar við höfðum komið okkur fyrir setti ég segulbandið af stað. Guttormur er fæddur tuttugasta og níunda desember 1916 í Hamarsgerði í Lýtingsstaðahreppi, en þar bjuggu foreldrar hans í tuttugu ár. Þaðan fluttu þau í Kjartansstaðakot á Langholti þar sem Guttormur ólst upp og átti heima fram um tvítugt. Um hans dygga og óeigingjarna framlag til samvinnuhugsjónarinnargeta þeir best vitnað sem hafa átt viðskipti við Kaupfélag Skagfirðinga á undanförnum áratugum. Guttormur er lítillátur. en yfir honum hvílir reisn hins djúpvitra manns sem gerir hann samtíðarmönnum sínum minnisstæðan.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.