Glóðafeykir - 01.04.1989, Qupperneq 43
GLÓÐAFEYKIR
41
Fyrstu bernskuárin var Bjarnfríður með móður sinni, en 6 ára
gömul fór hún til föður síns, er þá var kvæntur Sigurbjörgu
Gísladóttur bónda á Hrafnagili og síðar á Herjólfsstöðum á Laxárdal
og konu hans Guðrúnar Oddsdóttur frá Borgarlæk á Skaga. Er faðir
Bjarnfríðar og stjúpmóðir tóku að reskjast voru þau á hennar vegum
og fluttu með henni að Bakka í Vallhólmi tíl Gottskálks Egilssonar og
Guðlaugar Arnadóttur, er þar bjuggu. Með þeim var Bjarnfríður og
síðan Arna syni þeirra, er bjó eftir þau á Bakka til 1930 og þá í Húsey
til 1932, er hann lést á öndverðu ári. Eigi löngu síðar réðst Bjarnfríður
bústýra til Vilhjálms bónda í Syðra-Vallholti, Sigurðssonar.
Bjarnfríður giftist ekki, en með Vilhjálmi í Vallholti eignaðist hún
son, Hjört, bílstjóra á Sauðárkróki. „Frá Syðra-Vallholti fór
Bjarnfríður að Ytra- Vallholti með soninn og þar var hún hjá þeim
Jóhannesi Guðmundssyni og Sigríði Ólafsdóttur til ársins 1942, en
flutti þá til Sauðárkróks og átti þar heima síðan”. (Sr. G. G.). A yngri
árum lærði Bjarnfríður fatasaum og stundaði síðan mikið. Þá vann
hún og hjá Fiskiðju Sauðárkróks h/f, en var annars í kaupavinnu á
sumrum og lengst hjá Jóhannesi og Sigríði í Vallholti. Kunnu þau vel
að meta trúmennsku hennar og dugnað og kallaði þó Jóhannes ekki
allt ömmu sína í þeim efnum. „Bjarnfríður Þorsteinsdóttir var mikil
kona í hvívetna. Hún var mikill verkmaður og eftirsótt til starfa, bæði
mikilvirk og velvirk”. Hún var gerðarkona frá fyrsta fari, orðtraust og
heil í hverju verki án þess að sjá til launa sí og æ.
Sigríður Sigurðardóttir frá Egg í Hegranesi, lést 28. maí 1977.
Hún var fædd að Rein í Hegranesi 30. ágúst 1910, dóttir Sigurðar
bónda þar og síðar og lengst á Egg, Þórðarsonar bónda á Hnjúki í
Skíðadal, Jónssonar, og konu hans Pálínu Jónsdóttur bónda á Egg,
Guðmundssonar bónda á Sleitustöðum í Kolbeinsdal, Einarssonar, en
kona Jóns á Egg og móðir Pálínu var Sigríður Pálsdóttir hreppstjóra á
Syðri-Brekkum, Þórðarsonar bónda á Hnjúki í Skíðadal ogf. k. Páls,
Sunnevu Þorkelsdóttur bónda að Tungufelli í Svarfaðardal,
Jónssonar. Var Þórður á Hnjúki, faðir Sigurðar á Egg, kynsæll maður
og á fjölda afkomenda, mikið starfsfólk og dugnaðar, hugvitsmenn og
söngmenn margir. Einn sonarsona hans er Sveinbjörn Jónsson
byggingameistari, þjóðkunnur maður, en dóttursonur Gunnar