Glóðafeykir - 01.04.1989, Síða 43

Glóðafeykir - 01.04.1989, Síða 43
GLÓÐAFEYKIR 41 Fyrstu bernskuárin var Bjarnfríður með móður sinni, en 6 ára gömul fór hún til föður síns, er þá var kvæntur Sigurbjörgu Gísladóttur bónda á Hrafnagili og síðar á Herjólfsstöðum á Laxárdal og konu hans Guðrúnar Oddsdóttur frá Borgarlæk á Skaga. Er faðir Bjarnfríðar og stjúpmóðir tóku að reskjast voru þau á hennar vegum og fluttu með henni að Bakka í Vallhólmi tíl Gottskálks Egilssonar og Guðlaugar Arnadóttur, er þar bjuggu. Með þeim var Bjarnfríður og síðan Arna syni þeirra, er bjó eftir þau á Bakka til 1930 og þá í Húsey til 1932, er hann lést á öndverðu ári. Eigi löngu síðar réðst Bjarnfríður bústýra til Vilhjálms bónda í Syðra-Vallholti, Sigurðssonar. Bjarnfríður giftist ekki, en með Vilhjálmi í Vallholti eignaðist hún son, Hjört, bílstjóra á Sauðárkróki. „Frá Syðra-Vallholti fór Bjarnfríður að Ytra- Vallholti með soninn og þar var hún hjá þeim Jóhannesi Guðmundssyni og Sigríði Ólafsdóttur til ársins 1942, en flutti þá til Sauðárkróks og átti þar heima síðan”. (Sr. G. G.). A yngri árum lærði Bjarnfríður fatasaum og stundaði síðan mikið. Þá vann hún og hjá Fiskiðju Sauðárkróks h/f, en var annars í kaupavinnu á sumrum og lengst hjá Jóhannesi og Sigríði í Vallholti. Kunnu þau vel að meta trúmennsku hennar og dugnað og kallaði þó Jóhannes ekki allt ömmu sína í þeim efnum. „Bjarnfríður Þorsteinsdóttir var mikil kona í hvívetna. Hún var mikill verkmaður og eftirsótt til starfa, bæði mikilvirk og velvirk”. Hún var gerðarkona frá fyrsta fari, orðtraust og heil í hverju verki án þess að sjá til launa sí og æ. Sigríður Sigurðardóttir frá Egg í Hegranesi, lést 28. maí 1977. Hún var fædd að Rein í Hegranesi 30. ágúst 1910, dóttir Sigurðar bónda þar og síðar og lengst á Egg, Þórðarsonar bónda á Hnjúki í Skíðadal, Jónssonar, og konu hans Pálínu Jónsdóttur bónda á Egg, Guðmundssonar bónda á Sleitustöðum í Kolbeinsdal, Einarssonar, en kona Jóns á Egg og móðir Pálínu var Sigríður Pálsdóttir hreppstjóra á Syðri-Brekkum, Þórðarsonar bónda á Hnjúki í Skíðadal ogf. k. Páls, Sunnevu Þorkelsdóttur bónda að Tungufelli í Svarfaðardal, Jónssonar. Var Þórður á Hnjúki, faðir Sigurðar á Egg, kynsæll maður og á fjölda afkomenda, mikið starfsfólk og dugnaðar, hugvitsmenn og söngmenn margir. Einn sonarsona hans er Sveinbjörn Jónsson byggingameistari, þjóðkunnur maður, en dóttursonur Gunnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.