Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 44

Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 44
42 GLÓÐAFEYKIR Pálsson söngvari. Þá hafa og margir þeir ættmenn náð háum aldri, jafnvel aldargamlir orðið sumir og aðrir framt að því. Aður en Sigríður var ársgömul fluttist hún með foreldrum sínum að Egg og átti þar heima síðan mestalla ævi. Móður sína missti hún haustið 1942. Tók hún þá við búi með föður sínum og Flalldóru systur sinni og töldust þau búa á sínum fjórðungi jarðarinnar hvert en á einum fjórðungnum bjó Jónína, þriðja systirin, og eiginmaður hennar, Jóhannes Hannesson. Hélst þessi skipan óbreytt uns Sigurður og systurnar tvær, Sigríður og Halldóra, létu af búsýslu og fluttu til Sauðárkróks árið 1970. Þarstóðsvo heimili þeirra, hlýlegt og myndarlegt, upp þaðan. Ung að árum gekk Sigríður í Kvenna- skólann á Blönduósi; var hún þeirrar gerðar að námið kom henm að miklum og varanlegum notum. Hún giftist ekki né eignaðist börn, en unga mey, Unni Jóhannesdóttur, húsfreyju í Hrísey (nú á Sauðárkróki.), ól hún upp og ástfóstraði til fullorðinsára sem eigið barn og arfleiddi hana að lokum að húseign sinni á Sauðárkróki. Reyndist og Unnur henni sem umhyggjusöm og ástrík dóttir. Sigríður á Egg var mikil búkona sem hún og átti kyn til, hyggin, atorkusöm og dugleg, ágætlega verki farin, hannyrðakona, saumaði og óf af mikilli smekkvísi. Hún var ræktunarmanneskja, unni öllum gróðri og græddi trjálund heima þar á Egg. Sigríður var gædd heitri og einlægri guðstrú, kom það glöggt fram í fari hennar og viðhorfi til annarra. Hún gekkst fyrir stofnun kristniboðsfélags, var þar lífið og sálin, lagði fram fé og vinnu og létu þær félagssystur ágóðann af starfsemi sinni renna til samtaka kristniboðsmanna. Sigríður Sigurðardóttir var ekki mikil að vallarsýn en fagurlega vaxin, eigi beinlínis fríð í andliti en svipurinn hlýr og ákaflega geðfelldur. Hún var greind kona og mikilhæf, skapföst og ákveðin, gædd hljóðlátri glaðværð. Sjálf var hún sívinnandi vildi líka láta aðra vinna, krafðist mikils af öðrum, meira af sjálfri sér. Fórnfýsi og elja voru ríkir þættir í eðli hennar. Síðustu árin annaðist hún fjörgamlan Sigríður Sigurðardóttir

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.