Skírnir - 01.04.1987, Síða 60
54
JÓN HJALTASON
SKÍRNIR
Aðalaugnamið mitt og stefna var sú, að vekja áhuga á samtökum og félags-
skap, á eflingu atvinnu landsins, en um fram allt annað, á eflingu menntun-
ar og andlegra og siðgæðislegra framfara á landinu. Þar sem nokkurt frelsi
eða sjálfsforræði á að blessast, er og verður ekkert hálft eins áríðandi, sem
sönn og almenn upplýsing.39
Og það er víst að menntunarmálin voru Matthíasi aldrei neinn
hégómi því síðar í sömu grein skrifar hann: „Oll kennsla ætti að
borgast af almannafé, og viss menntun ætti að vera eins sjálfsögð og
lögskipuð eins og kristindómslærdómur nú er.“
Þetta var byltingarkennd hugmynd. Þó lestrarkunnátta og krist-
infræðsla væri lögboðin 1790, og þó þingið hnykkti á þessari lög-
gjöf tæpri öld síðar eða 1880, þá áttu langflest börn 19. aldar það
undir foreldrum sínum hvort þau lærðu eitthvað að stauta á bók-
ina. Námið fór fram í heimahúsum og það var ekki fyrr en um 1880
að hugmyndin um farkennara leit dagsins ljós.40 Svo snemma sem
á 18. öld höfðu barnaskólar látið á sér kræla en þrátt fyrir það var
aðeins um tvo slíka skóla að ræða á fyrri helft 19. aldar, annan á
Alftanesi en hinn í Reykjavík. Báðir áttu undir högg að sækja og
dóu út af fyrir miðja öldina. Barnaskólinn í Reykjavík var þó lífg-
aður við 1862 en um svipað leyti risu upp nokkrir barnaskólar ann-
ars staðar á landinu. Allir voru þessir skólar kostaðir af hreppunum
og einstaklingum en það var ekki fyrr en 1878 að Landssjóður lét
fyrst eitthvað af hendi rakna til þeirra. Alla 19. öldina miðaðist það
fræðslukerfi, sem þó fyrirfannst í landinu og kostað var af hinu
opinbera, við að mennta embættismenn og það hélst í hendur að
þjóðin var fámenn, embættismenn fáir og yfirleitt áttu ekki aðrir
þess kost að ganga menntaveginn en þeir sem áttu stönduga að.
A þessu vildi Matthías gera bragarbót. I október 1876 var, að
boði konungs, sett nefnd til að undirbúa umfjöllun um skólamál
fyrir þingið sem átti að koma saman árið eftir. Af þessu tilefni lét
Matthías strax í ljós nokkrar áhyggjur um að nefndarmenn myndu
freistast til að sníða frumvarp sitt um of eftir „lögun eðli og lands-
þörfum Danmerkur“.4i Þegar svo frumvarpið kom fyrir sjónir al-
mennings á öndverðu ári 1877 þóttist Matthías sjá að ótti sinn hefði
ekki verið með öllu ástæðulaus. Gagnrýndi hann frumvarp skóla-
nefndarinnar mjög og þá helst fyrir það að hvergi var minnst á að
bækur skólasveina skyldu vera á íslensku.42