Skírnir - 01.04.1987, Page 98
92
EMILY L. MEREDITH
SKÍRNIR
Þegar menn gátu ekki lengur gert greinarmun á munaði og feg-
urð í manngerðu umhverfi sínu urðu þeir ónæmir fyrir andlegum
orkugjöfum náttúrunnar. Þeir hættu að skilja að fegurð „er engin
hending í mannlífinu, sem hægt er að velja eða hafna að vild, heldur
alger lífsnauðsyn ef við viljum lifa eins og náttúran ætlaði okkur,
það er að segja, nema við sættum okkur við að vera eitthvað annað
og ómerkilegra en menn“.15 A Viktoríutímanum voru menn gagn-
teknir af eignarhaldshugmyndinni og hrifnir af tilbúnum hlutum.
Þeir dáðust að eftirlíkingum og svívirtu fyrirmyndina í veruleikan-
um, stunduðu rányrkju á landinu, menguðu árnar og loftið, eyddu
villtum dýrum og hjuggu niður skógana; allt til þess að komast yfir
þá peninga sem þeir þurftu til að kaupa fyrir þá fjöldaframleidda
leirmuni, þau ofskreyttu húsgögn og það tilbúna landslag sem þeir
tóku fram yfir allt annað.
Gleymum því ekki, [segir Morris,] að hver sá sem fellir tré í sinnuleysi eða
tilefnislaust, einkum í stórborg eða úthverfi hennar, getur ekki látið sem
listin skipti hann máli. Hvernig getur mynd af landslagi skipt þig máii ef þú
sýnir í verki að landslagið sjálft skiptir þig engu?16
Séu menn svona gagnteknir af sérhagsmunum og samkeppni
hlýtur sögusýn þeirra að verða afskaplega þröng og samfélags-
skilningurinn takmarkaður. Nútíminn - og ef til vill alnánasta
framtíð — verður kjarninn í tímaskyni þeirra. Séu liðnir atburðir
ekki beinlínis tengdir auðsöfnun geta þeir ekki orðið annað en fá-
nýtt forvitnisefni sem ekki kemur að neinu liði í ofsafenginni sókn
eftir auknum gróða; „mannkynssögu nota menn einungis í því
augnamiði að varpa rýrð á trúarbrögð og hugsjónir þeirra sem á
undan oss gengu og til þess að upphefja lágkúrulegar og skinhelgar
falsdyggðir okkar sj álfra. “17 Ahuginn á líðandi stund yfirgnæfir
líka áhugann á framtíðinni og maðurinn stendur uppi einangraður
í tímans rás, skilningslaus á sögulegt samhengi og lítur ekki lengur
á sjálfan sig sem „hlekk í endalausri keðju sögunnar sem liggur allt
frá ljósaskiptum fram í myrkur“.18
Þessi sérhagsmunahyggja skerðir skilning mannsins á því hvað
„samfélag“ er. Sjálfhverfur heimur hans nær aðeins til þess sem
stuðlar að efnalegum hagsmunum hans. Hann er ekki bundinn