Skírnir - 01.04.1987, Page 109
SKÍRNIR ÞJÓÐFÉLAGSÍMYND WILLIAMS MORRIS
103
félags. Landfræðilega og andlega stóðu íslendingar mjög nálægt
liðnum atburðum; bókmenntir þeirra voru sérkennileg blanda af
goðafræði, ævisögum, skáldskap og sagnaritun; óblítt umhverfið
gerði það að verkum að þeir vissu sífellt af nálægð dauðans og hinn
skýri árstíðamunur jók skilning þeirra á óstöðvandi rás tímans.
Jafnvel í föðurnöfnum Islendinga, sem segja ekki annað en að mað-
ur sé sonur eða dóttir föður síns, birtist bæði tilfinning fyrir sam-
hengi mannlífsins og tengsl við nánustu ættingja. En þó að rás tím-
ans birtist með skýrum hætti eru áhrif tímans á stórbrotið landslag
Islands hverfandi lítil. Ennfremur var ísland um langan aldur
ósnortið af iðnvæðingu og þær hægfara breytingar sem orðið hafa
af manna völdum hafa, jafnvel nú á dögum, sett sáralítinn svip á
náttúruna.
Náttúran gerði hins vegar vægðarlausar kröfur til íbúanna sem
beittu kröftum sínum fyrst og fremst til að uppfylla frumþarfir sín-
ar og til þess að búa til hluti sem sameinuðu einfalda fegurð og ótví-
rætt notagildi. „Listir og handiðnaður spruttu með einföldum og
eðlilegum hætti upp af þörfum og hugdettum fólksins.“46 Annars
vegar meinaði náttúran mönnum aðgang að óhófi og sjálfsdekri,
hins vegar veitti hún þeim andlega og siðferðilega næringu, kenndi
þeim að skoða athafnir sínar með náttúruöflin í baksýn, veitti
mönnum andlegan styrk bæði með fíngerðri fegurð og hrikalegum
umbrotum náttúruaflanna og stuðlaði að því að menn skildu hvort
tveggja í senn, þýðingu einstaklingsafreka og gildi samvinnunnar.
Ennfremur hafa íslendingar haldið nánu sambandi bæði við
landið og hafið og enda þótt þjóðin sé fámenn og í eðli sínu bænda-
samfélag ber hún djúpa virðingu fyrir gáfum, hugviti og bóklestri.
Og þó að íslendingar séu nátengdir landinu hafa þeir aldrei verið
rígbundnir við það - á tíundu öld lögðust þeir í víking með strönd-
um Evrópu, komust til Ameríku, gerðust ráðgjafar og skáld við
hirðir Norðurlanda og fylltu flokk úrvalsvarðliða í Miklagarði.
A íslandi fann William Morris merki um djúpstæð félagsleg og
pólitísk gildi sem áttu sér fáar hliðstæður í þjóðfélagi Viktoríutím-
ans. íslenska þjóðfélagið varð honum ímynd einingar í stað sundr-
ungar. Hann fann þar samfélag sem stuðlaði að hugrekki einstak-
linga en ekki ótta og ágirnd; þjóð sem skipti með sér nauðsynlegum
verkum; þar sem menn voru í tengslum við leiðtoga sína og lög; þar