Skírnir - 01.04.1987, Síða 119
SKÍRNIR NORRÆNIR MENN í VESTURVÍKING
113
Nú . . . tók herinn að reiðast mjög erkibiskupi vegna þess, að hann vildi
ekki lofa þeim greiðslu né heldur, að aðrir reiddu fram fé. Þeir voru og
mjög drukknir, því að þeim hafði verið fært vín að sunnan. Þeir tóku þá
biskupinn ... og færðu hann til samkomustaðar síns og deyddu hann á hinn
smánarlegasta hátt. Þeir köstuðu í hann hnútum og uxahöfðum og einn
þeirra lamdi hann í hnakkann með axarskalla. Og heilagt blóð hans féll til
jarðar og heilög sála hans fór til Guðs ríkis. Og um morguninn var lík hans
flutt til London, og biskuparnir Eadnoth og Ælfhun og borgarbúar allir
tóku við því með viðhöfn og jarðsettu það í klaustri heilags Páls. Og Guð
opinberar þar nú áhrifamátt hins heilaga dýrlings.7
Það sem skelfdi samt andans menn á Englandi enn meir en at-
burðir sem þessi voru heildaráhrif víkinga á kristni og kirkju. Það
er alþeLkt úr sögu miðalda, að oft voru heilir þjóðflokkar kristnað-
ir með sverði og þurfti stundum að endurtaka þá athöfn mörgum
sinnum (samanber kristniboð Karls mikla meðal Saxa), en að
kristni þokaði undan heiðindómi, það máttu Englendingar og írar
einir þola. Nú mætti spyrja sem svo, hvort Englendingar hafi ekki
hér haft kjörið tækifæri til trúboðs? Víst er það, að af norrænum
mönnum, sem námu land á Englandi, tóku margir kristna trú, en
um víkinga - í eiginlegri merkingu þess orðs - var öðru vísi farið. I
fyrsta lagi hefði þeim, er hugði á trúboð meðal þeirra, ekki getað
verið mjög kært um líf sitt, og í öðru lagi hefði sá hinn sami orðið
að vera afarfljótur í förum, því að víkingar stóðu sjaldnast lengi við.
En víkjum aftur til ársins 1013, er Sveinn tjúguskegg hóf að
leggja undir sig allt England. Sem fyrr var Aðalráður konungur
ráðþrota. A þeim svæðum, er norrænir menn bjuggu, var Sveinn
þegar í stað hylltur til konungs, og eftir örfáa mánuði var landið allt
í höndum hans. Aðalráður flúði til Normandí, þaðan sem drottn-
ing hans, Emma, var ættuð. Konungdómur Sveins á Englandi var
þó skammur, því að hann var vart búinn að ljúka herför sinni, er
hann andaðist. Aðalráður sneri nú á ný til Englands og fékk ríki sitt
aftur gegn því skilyrði, að hann stýrði því betur. Hann átti svo í
stríði við Knút, son Sveins, til 1016, er hann andaðist og lauk þar
með löngum og lítt glæsilegum valdaferli hans. Við dauða hans hélt
valdabaráttan áfram milli Játmundar járnsíðu, sonar Aðalráðs, og
Knúts. Loks ákváðu þeir að skipta landinu á milli sín 1016, en Ját-
mundur dó sama ár, og Knútur varð konungur yfir Englandi öllu.
Skímir - 8