Skírnir - 01.04.1987, Side 138
132
HALLDÓR GUÐJÓNSSON
SKIRNIR
hirslum eða undir gleri. Þetta viðhorf hefur stuðlað að því að firra
okkur menningararfinum og draga þá jafnframt alla menningu
okkar undan hversdagslegu tilliti fjöldans. Engu að síður hefur
menningararfurinn áhrif í hversdagslegri menningu okkar og það
verður að greina þessi áhrif eftir þeim línum sem fræðin hafa lagt.
Greinilegust eru áhrif ritanna á málid. Fornritin eru endanleg
viðmið og gjarnan fyrirmynd alls þess sem sagt er eða skrifað á ís-
lensku. Þau ráða því að lokum hvað er talið rétt mál eða rangt, fag-
urt mál eða ljótt. Þessi miðun við fornritin nær ekki aðeins til þess
sem eðlilegt er að fella undir fræðileg málvísindi af öllu tagi, heldur
einnig til málsmekks, stíls, efnisvals, efnistaka og afstöðu til við-
fangsefna. Fornritin eru einkum beinar frásagnir, knappar, skýrar,
hlutlægar og hlutlausar og afdráttarlausar í öllu. I þessum atriðum
eru þau fyrirmynd alls hins besta sem skrifað er á íslensku, enda eru
ritin gjarnan einnig tilefni, uppspretta eða viðfangsefni þessara
skrifa. Málinu er haldið hreinu með miðun við fornritin og viðmið-
uninni fylgja áhrif frá mælskulist þeirra, áhrif sem móta alla um-
ræðu einkum með þeim hætti að takmarka listina við það sem á sér
fyrirmyndir í ritunum.
Ritin eru frásagnir af einstaklingum eða ættum og reynt er að
rekja atburði eins og þeir gerðust í raun. Þau eru því saga og sagn-
fræði og efniviður sögu og sagnfræði og setja aftur viðmið um hvað
þetta tvennt er eða á að vera. Ritin segja frá, rekja söguþráð eða
marga söguþræði í senn, þannig að þræðirnir spinnast saman í rás
atburða og athæfi einstaklinga. Hlutlægi oghlutleysi sagnanna gefa
þeim yfirbragð raunsanninda. Þá sjaldan að dómar eru felldir um
menn eða málefni eru þeir nánast eins og staðhæfingar um hluti og
staðreyndir, afdráttarlausar fullyrðingar um lesti eða kosti; menn
eru illgjarnir, lygnir, ódælir og illir viðureignar eða huguð hraust-
menni og drengir góðir. Atburðarásin og athafnir manna og þessir
hlutgerðu dómar, sýna söguna og persónur hennar, en lýsa þeim
ekki eða greina þær, sagan verður eins rík eða fátæk og sjónin. Um-
fjöllunin veitir vitneskju um menn og málavexti fremur en skilning
á málefnum. Ahrif fornritanna í síðari söguritun og söguskilningi
eru í samræmi við þetta. Áhersla er lögð á skrásetningu atburðarás-
ar og söguþráðar og hlutdeild nafnkunnra einstaklinga í framvindu
mála.