Skírnir - 01.04.1987, Side 141
SKÍRNIR
SKÍRNISMÁL
135
þyrfti og er með öðrum þjóðum. Við lítum á bókmenntir okkar
fyrst og fremst sem endurvakningu fornbókmenntanna eða fram-
hald á þeim. Því verður önnur viðleitni til skrifta eða umfjöllunar
ekki talin til bókmennta og þá ekki heldur til menningar okkar.
Afdrifaríkust áhrif menningararfsins á söguna eru þau annars
vegar, að móta söguskilning sem nær einvörðungu er reistur á vitn-
eskju en höfðar síður til skilnings og hins vegar, að með því að
stökkva til 600 ára gamallar fyrirmyndar er stokkið yfir 600 ár. Þá
er einnig stokkið yfir nær öll kristin áhrif og siðbreytinguna sér-
staklega, sem meira en flest annað hafa mótað þjóðfélög og viðhorf
manna á Vesturlöndum. Við höfum auðvitað lagað okkur að því
sem við sjáum í kringum okkur á hverjum tíma, en við lítum á það
sem erlend áhrif sem við tökum á okkur eða sækjumst jafnvel eftir
í stykkjatali eins og við kaupum vörur frá útlöndum. Við ætlum
okkur að nota vörurnar og áhrifin, en ekki að ánetjast þeim eða
innlima þau í menningu okkar. Þetta skýrir að nokkru leyti nýj-
ungagirni okkar, nýjungarnar ganga ekki nærri okkur, við höldum
að við getum afnumið þær aftur ef betri bjóðast. Sérkennilegust af
slíkum innflutningi er stjórnarskráin sem Danakonungur gaf okk-
og við höfum lifað við án þess að hirða mikið um, en gert út um mál
okkar eins og þeim sýndist sem með þau fóru.
Einmitt í gegnum stjórnmálin, sem ævinlega mótast af því sem
mönnum virðist þegar hafa gerst, teygja áhrif fornritanna sig inn á
svið siðferðisins sem stjórnmálin eru þáttur af. I samræmi við per-
sónusöguna og frumspekilega einstaklingshyggju, er það enn við-
horf okkar að það sé einstaklingurinn og þá helst hetjan og afrek
hennar sem mestu skipta. I skjóli þessa dásömum við vinnusemi
sem jaðrar við sjálfsþrælkun. Það sem skiptir máli eru afrek ein-
staklinga hvað sem þau kunna að kosta - ekki þá sjálfa, heldur
skyldulið þeirra og umhverfi allt. Stjórnmálin eru einnig vettvang-
ur slíkra afreksmanna sem taka að sér að ráða ráðum okkar fyrir
okkur, létta af okkur nauðsyninni á því að hugsa hver fyrir sig og
hver fyrir öðrum. Stjórnmálin eru þannig einkamál foringja og
leiðtoga um leið og þau fjalla mest um einkamál allra, og gjarnan er
litið svo á að þau snúist í raun ekki um neitt annað en hagsmuni,
einhvern veginn sundurgreinda og samandregna. Þarna er samfé-
lagið enn ekki í sjónmáli fremur en fyrir tæpu árþúsundi. Við höf-