Skírnir - 01.04.1987, Síða 148
142
REYNIR AXELSSON
SKIRNIR
málmur? Röksemdin að „um takmarkaðan fjölda [sé] að ræða“ er ekki
sannfærandi: fjöldi málma er líka „takmarkaður Ef við reynum að fletta
upp orðinu málmur kemur vissulega í ljós að ekki eru „allar tegundir
málma“ taldar upp. Þar er enga málmtegund að finna: orðið málmur er
ekki flettiorð.
Ég tel að ákvörðun Svavars um orðið aðalsmaður hafi verið hárrétt (og
jafnframt um þau örfáu orð sem hann fer eins með, eins og t. d. orðið sil-
ungur), en ákvörðun hans um orðin málmur og tré hafi verið röng. Sá sem
kemur ekki fyrir sig nafni á trjátegund, segjum t. d.furu, hann flettir eðli-
lega upp orðinu tré, en ekki einhverju samheiti eins og þöll. [1 ljós kemur
raunar að finna má orðib fura í IS með því að fletta upp orðinu tré. Undir
tré eru talin upp orðin baðmur, eik, hrísla, meiður, viður, þöll og auk þess
vísað á orðin trjáviður, bjálki, mastur, og undir þöll finnst svo fura.]
Sá greinarmunur sem Svavar gerir á „hugtakaorðabók“ og „venjulegri
samheitaorðabók“ fær ekki staðizt ef hann á að taka til einhvers annars en
hvort orðum er raðað í stafrófsröð eða ekki. Eins og ég hef þegar reynt að
segja er í reynd ekkert til sem heitir „venjuleg samheitaorðabók“, því að
samheitabækur eru mjög ólíkar. Sumar þeirra eru að vísu „venjulegar" í
skilningi Svavars, þ. e. a. s. tilgreina einungis tiltölulega náin samheiti. En
eigi samheitabók að koma að gagni sem orðaleitarbók, þá verður hún að
vera „hugtakaorðabók“ í þeim skilningi að unnt sé að „rekja sig fram og
aftur milli skyldra merkingarsviða“, eins og segir í Skírnisgrein Svavars.
Þannig ætti helzt að vera unnt að finna heiti algengustu málmtegunda með
því að fletta upp orðinu málmur og algengustu trjátegunda með því að
fletta upp orðinu tré. [Vissulega eru þær margar erlendu samheitabækurnar
þar sem slíkar upptalningar er ekki að finna; en hinar eru þó til og reynast
yfirleitt sýnu gagnlegri.]
Til þess að svo megi verða er að vísu ekki alveg nauðsynlegt að
samheitishugtakið sé skilið víðum skilningi, þótt það hjálpi mikið. Sama
markmiði mætti ná með nægilega fullkomnu kerfi af millivísunum. Til
dæmis mætti úr orðinu málmur vísa í málmtegund og telja málmtegundir
upp undir^D/ flettiorði. Einnig mætti hugsa sér að vísa úr orðinu málmur
í orð sem ná yfir flokka af málmtegundum, svo sem orðið góðmálmur, og
telja þar upp viðeigandi málmtegundir. [IIS er eins og áður sagði málmur
ekki flettiorð og ekki heldur málmtegund. Hins vegar er góðmálmur fletti-
orð, og þar má finna „eðalmálmur, gull, silfur". Til að finna orðið platína
þarf hins vegar að fletta upp orðunum hvítagull eða hvítamálmur.] Slíkt
kerfi af millivísunum er raunar líka bráðnauðsynlegt, þótt samheitishug-
takið sem lagt er til grundvallar sé vítt; aldrei verður svo úr því teygt að not-
andinn geti alltaf búizt við að finna í fyrstu tilraun orðið sem hann er að
leita að. Hins vegar verður orðabók því þyngri í vöfum því oftar sem þarf
að fylgja millivísunum til að finna eitthvert orð, þannig að bezta lausnin er
eflaust sú að hafa hvort tveggja: víðan skilning samheitishugtaksins og full-
komið kerfi af millivísunum.