Skírnir - 01.04.1987, Side 151
SKÍRNIR
RITDÓMAR
145
Næst datt mér í hug að fletta upp orðinu snjóský. Það reynist ekki vera í ÍS,
en er hins vegar í íslenskri orðabók Menningarsjóðs og þar skýrt sem „ský
sem boðar snjókomu". Þarnæstfletti ég upp sneskyíDansk-íslenzkriorða-
bók Freysteins Gunnarssonar (endurskoðaðri útgáfu), en fann aðeins
snjóský aftur.
Allt í einu kom mér í hug ljóðlína Matthíasar Jochumssonar „Mér ógna
þau vinda-ský“. Orðið vindaský er næstum því það sem mig vantaði, en
ekki alveg. Eg fletti því upp í Blöndal; hann telur það fleirtöluorð og þýðir
með Stormskyer. Einnig er orðið vindský í Blöndal og þýtt sem Stormsky.
Þetta minnir auðvitað á orðið stormský, sem er einnig í Blöndal. Ég leitaði
í leiðinni að orðinu stormaský, en það er ekki í Blöndal og ekki í Orðabók
Menningarsjóðs. Freysteinn þýðir stormsky með vindaský, veðurský.
Orðið veðurský er ekki heldur í Blöndal né í Orðabók Menningarsjóðs.
Ekkert orðanna stormský, stormaský, vindaský, veðurský er í IS. Þar má
hins vegar finna:
vindský vindbólstur.
vindbólstur vindský.
Þessi tvö orð eru einangruð frá öllum öðrum orðum í bókinni.
Hér hætti ég leitinni (sem ég hef aðeins lýst í stórum dráttum) og ákvað
að nota orðið stormaský, þótt það væri ekki finnanlegt í nokkurri orðabók
né í seðlasafni Orðabókar Háskólans, eins og ég gekk síðar úr skugga um.
Hafa ber í huga að þetta er dæmi um afar hversdagslega orðabókarleit og
lítið frábrugðið ótal svipuðum dæmum, nema hvað það er tiltölulega stutt
og einfalt. [Eg lendi einatt í langdregnari orðabókarleitum þegar ég er að
þýða úr erlendu máli og reyni að líkjasem bezt eftir erlenda textanum; þeg-
ar ég skrifa frá eigin brjósti geri ég mig of oft ánægðan með fyrsta orðið sem
mér dettur í hug.] Svona eru orðabækur notaðar. En hvaða lærdóm má
draga af dæmum sem þessum? I fyrsta lagi ætti að vera ljóst að IS var ekki
nógu hjálpleg. A þremur eða fjórum stöðum að minnsta kosti hefði ég ekki
komizt áfram án tilviljunar eða eigin hugdettu; orðabókin vísaði mér ekki
veginn. Astæðan er fyrst og fremst skortur á millivísunum. Bókin skiptir
orðum um skýjafar í marga litla flokka sem standa fullkomlega einangraðir,
þannig að ógjörningur er að komast á milli þeirrameð því að fylgja tilvísun-
um bókarinnár. Það hefði verið fróðlegt að halda þessari athugun á skýja-
farsorðum áfram og finna alla slíka flokka; það hefði hins vegar kostað að
lesa alla bókina frá því sjónarmiði einu, og virðist það vart fyrirhafnarinnar
virði. [Einn slíkur flokkur er samsettur úr orðunum moldþoka, niðaþoka
og svartaþoka; ekkert þessara orða er unnt að finna með því að fletta upp
orðinuþoka.] Sumir þessara flokka eru hlægilega litlir. Það er t. d. erfitt að
ímynda sér nokkrar þær kringumstæður að einhvern vanti orðið vindský,
Skírnir -10