Skírnir - 01.04.1987, Side 154
148
REYNIR AXELSSON
SKÍRNIR
arsjóðs tók ég til við Danska orðabók Freysteins Gunnarssonar frá
1926. [. . .] Til þessarar söfnunar notaði ég tvö eintök af orðabók-
inni, sem átt hafði Björn Franzson kennari, en eftir lát hans höfðu
þau borist Orðabók Fláskólans. Björn hafði skrifað mikið af sam-
heitum inn í þessi eintök, og er mikill fengur að þessu verki hans.
Björn hefur ekki síst aukið við fleiryrtum samheitum, þ. e. orða-
samböndum, en við orðtöku á Orðabók Menningarsjóðs hafði ég
lagt áherslu á einyrt samheiti, þ. e. einstök orð.
Svavar segist svo hafa hafið „samningu bókarinnar, úrvinnslu úr seðlum"
að efnissöfnun lokinni, en getur ekki nánar um hvernig sú úrvinnsla fór
fram. Hefði þó verið forvitnilegt að vita meira um það, því að alls ekki er
augljóst hvernig samheitabók verður bezt samin upp úr tveimur venjuleg-
um orðabókum, og eflaust hefur þurft að leysa margan vanda, bæði fræði-
legan og í framkvæmd.
Segjum t. d. að í Orðabók Menningarsjóðs séu tvö samheiti hvort á sín-
um stað, að hvort þeirra sé skýrt fyrir sig án tilvísunar til hins og að þau
lendi ekki heldur saman hjá Freysteini. Eða segjum að þau séu ekki algjör
samheiti, en hafi þó svo skylda merkingu að álitamál sé hvort þau eigi að
standa saman sem samheiti eða ekki. Hvernig á höfundur samheitabókar að
vera viss um að hafa náð slíkum orðum saman þannig að hann geti fellt
úrskurð? Ekki getur hann treyst minninu. Tökum sem dæmi orðasam-
böndin klappa e-m á kinnina og strjúka e-m um vangann. Sú skýring
Orðabókar Menningarsjóðs á orðinu klappa sem hér á við er „slá léttilega
á (með flötum lófa)“, og meðal dæma er gefið: k. e-m (á herðarnar,
kollinn); en skýringin á strjúka sem við á er „draga e-ð, einkum hönd (lófa),
mjúklega eftir e-u (yfir e-ð)“, og dæmið s. e-m um vangann er gefið. I
Orðabók Menningarsjóðs er á engan hátt vísað milli orðanna klappa og
strjúka. Nú virðist mega hugsa sér að einhverjum kynni að þykja orðalagið
klappa e-m á kinnina of kumpánlegt og hann vilji leita að orðalagi á borð
við strjúka e-m um vangann. A að vísa milli orðanna klappa og strjúka}
Svo er ekki gert í IS. Skyldi ritstjórinn hafa fellt þennan úrskurð, eða ætli
spurninguna hafi aldrei borið á góma? Hvernig á að tryggja að allra slíkra
spurninga sem svara þarf við samningu orðaleitarbókar sé spurt? Kannski
verður það ekki tryggt nema með því að flokka allan orðaforðann sem í
bókinni á að vera niður í merkingarsvið, og kannski hefði það verið of viða-
mikið verkefni sem undirbúningur að útgáfu þessarar bókar. Ljóst er þó að
samheitabók hlýtur að byggjast á einhverskonar greiningu orða eftir merk-
ingu. En þær upplýsingar sem liggja fyrir um hvernig henni hefur verið
háttað eru fátæklegar.
Orðabókum er ætlað að svara spurningum þeirra sem nota þær. Vandi
orðabókahöfunda er sá að þeir verða að skrifa svörin áður en spurninganna
er spurt. Þeir þurfa því að spyrja sjálfa sig fjölda spurninga. Tökum orðið