Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1987, Side 171

Skírnir - 01.04.1987, Side 171
SKÍRNIR RITDÓMAR 165 syni, Þórarni Guðmundssyni og Einari Sigurðssyni útgerðarmanni. Það er Helgi, sem útvegar henni námsdvöl í Flórens með aðstoð vina sinna, og berst við fjárveitingavald og bankastofnanir til þess að standast straum af kostnaðinum. Hann er sífellt að leita að verkefnum fyrir Gerði hér heima og verður oft ágengt í leit sinni. Þá er mjög athyglisvert, hvernig hann örvar Gerði og hvetur, og hvaða leiðir hann velur til þess. Þegar Gerður er að vinna við höggmynd af Gretti og Glámi úti í Flórens og gengur erfiðlega, sendir Helgi dóttur sinni Ijóð Matthíasar Jochumssonar og Gríms Thom- sen um sama efni, en segir jafnframt að „frásögn Grettlu sé meistaralegust af þessari helglímu æskunnar og forynjunnar“. Hann líkir Gretti við styttu Michelangelos af Davíð, þá frægu styttu, sem allir leita uppi sem koma til Flórensborgar. Og síðast en ekki síst bendir Helgi Gerði á að hlusta á tón- list Webers, Berlioz, Wagners, Mussorgskys og Chopins - þeir hafi allir reynt að túlka „draugalegar stemmningar", ogþað geti hjálpað henni við að „kompónera“ Gretti og Glám að hlusta á þessi verk. Þegar Gerður fær það verkefni að höggva í marmara mynd af Jóhanni Sigurjónssyni skáldi fyrir hið nýja Þjóðleikhús Islendinga (Helgi hafði raunar útvegað Gerði það verkefni), sendir hann henni ailt sem hægt var að finna um Jóhann: ljósmyndir, blaðadóma um verk hans og lýsingar á leik- sýningum víða um heim, skrif Gunnars Gunnarssonar um skáldið, og loks heildarverk skáldsins. Ræðir Helgi af mikilli innlifun um Ijóð Jóhanns, og telur að af þeim megi fá stemmninguna til þess að vinna verkið. Loks ber að geta hvatningar Helga, þegar Gerður ákveður að taka þátt í samkeppni um gerð steindra glugga fyrir Skálholtskirkju: „... þú skalt byrja að lesa 1. bindi Biskupasagna, Islendingabók og Kristnisögu," skrifar Helgi, og sendir snarlega þessar bækur og fleiri. Hann bendir Gerði sérstaklega á jar- teiknabók Þorláks biskups, - að Pétur postuli hafi verið verndardýrlingur Skálholtskirkju, og vísar á teikningar af búningum klerka og biskupa frá 11. og 14. öld. Metnaður föðurins er jafnan mikill. I einu bréfi hans stendur: „Bíttu á jaxlinn og haltu þínu striki. Settu markið hátt. Besti myndhöggvari Evrópu gerðu þig ekki ánægða með minna. Sá sem ekki setur markið hátt og treyst- ir sér til að vinna stóra sigra meðan hann er ungur verður aldrei neitt.“ Helgi lést árið 1964. Gerður var þá víðs fjarri og gat ekki verið við útför hans. Það eru sem fyrr segir frásagnir fjölskyldu og vina, svo og bréfaskriftir þeirra feðginanna, sem Elín byggir á fyrri hluta bókar sinnar. I annað skiptið, sem hún kemur fram í eigin persónu, er þegar Gerður er flutt frá Flórens og á að baki erfiðan vetur í París, þar sem hún m. a. gekkst undir hættulega fóstureyðingu. Þær hittust á þjóðhátíðardegi Frakka 14. júlí 1950, og ákváðu að deila húsnæði til bráðabirgða í stuttan tíma. Sambúðin gekk svo vel, að þær héldu áfram að deila kjörum og húsi meðan Elín starf- aði við utanríkisþjónustuna. Elín fylgdist síðan með ferli Gerðar í París, og á gömlu sveitabæjunum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.