Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1987, Síða 175

Skírnir - 01.04.1987, Síða 175
SKÍRNIR RITDÓMAR 169 heimilda. (Þó að stundum sé hægt að leggja í munn sögumanns ábendingu á rit, jafnvel beina tilvitnun, og finnast þess dæmi í báðum þessum bókum.) Hlutur skrásetjarans er ósýnilegur á yfirborðinu. En þar getur verið fólgin veruleg rannsóknarvinna: að fletta upp einstökum staðreyndum til stað- festingar réttu minni sögumanns, eða atriðum sem hann kemur ekki fyrir sig, eða jafnvel að finna að fyrra bragði heimildir um hluti sem sögumaður er síðan spurður út í. Lesandinn getur minnst vitað hvernig þessu er háttað. En þegar Þórunn nefnir t. d. meðal heimilda rit Geirs Jónassonar um ung- mennafélögin, þá má telja víst að þangað séu sóttar þær upplýsingar um fé- lögin, fremur en Einar hafi munað það, að „árið 1912 voru þau 44 talsins með 2010 félaga" (82). Þetta er sjálfsagt aðeins lítið dæmi af fjölmörgum um upplýsingasöfnun Þórunnar og Gylfa til bókanna tveggja. Þórunn gerir grein fyrir vinnubrögðum sínum í formála. Hún hafði hljóðritað og skrifað upp 15 klukkustundir af viðtölum við Einar áður en ákveðið var að gera úr þeim bók, þannig að bókinni liggur til grundvallar orðrétt uppskrift á frásögnum heimildarmanns. Þó má telja víst að Þórunn hafi þurft að hnika eitthvað til orðalagi á nánast hverri setningu - töluð frá- sögn fer öðrum kosti ógjarna vel á bók - og skrifa verulegan hluta bókar- innar sjálf með upplýsingar Einars að hráefni. Það er um þetta eins og heimildanotkunina: Hlutur skrásetjara er dulinn, en þó, ef vel á að vera, mikill. A honum veltur það, eins og hverjum öðrum rithöfundi, að bókin sé læsileg að orðalagi og uppbyggingu; góð frásagnargáfa heimildarmanns er raunar mikils virði, en þá reynir líka á íþrótt skrásetjara að láta hana njóta sín; og raunar virðist Einar í túlkun Þórunnar vera góður sögumaður. Einar hefur frá að segja níu áratuga viðburðaríkri ævi, þannig að heldur sparlega þarf að fara með bókarplássið. Minningum hans má skipta í tvo hluta, næsta jafnlanga, með nokkuð ólíkum blæ. Fyrri hlutinn fjallar um uppruna Einars, uppvaxtarár hans í Kjósinni, dvöl hans og vinnu í Reykja- vík, og áratugaskeið þegar hann var aðallega togarasjómaður. Minningar eru hér í strangri tímaröð, oft ár frá ári, og mikið af nákvæmum lýsingum atvika. Þetta er bæði fróðleg saga og viðburðarík og veitir geðþekk kynni af sögumanni. En nú eru liðnir þrír af níu áratugum ævinnar og bókin lið- lega hálf. Því er skipt um frásagnarhátt, um það bil er Einar festir ráð sitt og gerist bóndi í Reykjavík, slakað á tímaröðinni, meira dregnar saman sam- kynja minningar (t. d. allar utanlandsferðir í einum kafla) og mikið farið að greina frá einstökum málefnum sem Einar hafði afskipti af sem trúnaðar- maður bænda og síðar starfsmaður bændasamtakanna. Hér þarf að vonum víða að hafa nokkurra ára tímabil undir í senn og segja frá með almennum orðum, en þó er frásögnin ákjósanlega krydduð með minnisverðum atvik- um eða tilsvörum (kannski í bundnu máli). Aþekkur blæmunur á minningum yngri og efri ára er algengur á bókum; söguþráðurinn er gleggri í hinu eldra; en hér er hóflega á haldið og æsku- minningar ekki gerðar eins yfirgnæfandi og stundum hendir. Hin hljóðrituðu viðtöl Þórunnar við Einar í Lækjarhvammi, undanfari
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.