Skírnir - 01.04.1987, Qupperneq 175
SKÍRNIR
RITDÓMAR
169
heimilda. (Þó að stundum sé hægt að leggja í munn sögumanns ábendingu
á rit, jafnvel beina tilvitnun, og finnast þess dæmi í báðum þessum bókum.)
Hlutur skrásetjarans er ósýnilegur á yfirborðinu. En þar getur verið fólgin
veruleg rannsóknarvinna: að fletta upp einstökum staðreyndum til stað-
festingar réttu minni sögumanns, eða atriðum sem hann kemur ekki fyrir
sig, eða jafnvel að finna að fyrra bragði heimildir um hluti sem sögumaður
er síðan spurður út í. Lesandinn getur minnst vitað hvernig þessu er háttað.
En þegar Þórunn nefnir t. d. meðal heimilda rit Geirs Jónassonar um ung-
mennafélögin, þá má telja víst að þangað séu sóttar þær upplýsingar um fé-
lögin, fremur en Einar hafi munað það, að „árið 1912 voru þau 44 talsins
með 2010 félaga" (82). Þetta er sjálfsagt aðeins lítið dæmi af fjölmörgum um
upplýsingasöfnun Þórunnar og Gylfa til bókanna tveggja.
Þórunn gerir grein fyrir vinnubrögðum sínum í formála. Hún hafði
hljóðritað og skrifað upp 15 klukkustundir af viðtölum við Einar áður en
ákveðið var að gera úr þeim bók, þannig að bókinni liggur til grundvallar
orðrétt uppskrift á frásögnum heimildarmanns. Þó má telja víst að Þórunn
hafi þurft að hnika eitthvað til orðalagi á nánast hverri setningu - töluð frá-
sögn fer öðrum kosti ógjarna vel á bók - og skrifa verulegan hluta bókar-
innar sjálf með upplýsingar Einars að hráefni. Það er um þetta eins og
heimildanotkunina: Hlutur skrásetjara er dulinn, en þó, ef vel á að vera,
mikill. A honum veltur það, eins og hverjum öðrum rithöfundi, að bókin
sé læsileg að orðalagi og uppbyggingu; góð frásagnargáfa heimildarmanns
er raunar mikils virði, en þá reynir líka á íþrótt skrásetjara að láta hana njóta
sín; og raunar virðist Einar í túlkun Þórunnar vera góður sögumaður.
Einar hefur frá að segja níu áratuga viðburðaríkri ævi, þannig að heldur
sparlega þarf að fara með bókarplássið. Minningum hans má skipta í tvo
hluta, næsta jafnlanga, með nokkuð ólíkum blæ. Fyrri hlutinn fjallar um
uppruna Einars, uppvaxtarár hans í Kjósinni, dvöl hans og vinnu í Reykja-
vík, og áratugaskeið þegar hann var aðallega togarasjómaður. Minningar
eru hér í strangri tímaröð, oft ár frá ári, og mikið af nákvæmum lýsingum
atvika. Þetta er bæði fróðleg saga og viðburðarík og veitir geðþekk kynni
af sögumanni. En nú eru liðnir þrír af níu áratugum ævinnar og bókin lið-
lega hálf. Því er skipt um frásagnarhátt, um það bil er Einar festir ráð sitt og
gerist bóndi í Reykjavík, slakað á tímaröðinni, meira dregnar saman sam-
kynja minningar (t. d. allar utanlandsferðir í einum kafla) og mikið farið að
greina frá einstökum málefnum sem Einar hafði afskipti af sem trúnaðar-
maður bænda og síðar starfsmaður bændasamtakanna. Hér þarf að vonum
víða að hafa nokkurra ára tímabil undir í senn og segja frá með almennum
orðum, en þó er frásögnin ákjósanlega krydduð með minnisverðum atvik-
um eða tilsvörum (kannski í bundnu máli).
Aþekkur blæmunur á minningum yngri og efri ára er algengur á bókum;
söguþráðurinn er gleggri í hinu eldra; en hér er hóflega á haldið og æsku-
minningar ekki gerðar eins yfirgnæfandi og stundum hendir.
Hin hljóðrituðu viðtöl Þórunnar við Einar í Lækjarhvammi, undanfari