Skírnir - 01.04.1987, Page 187
SKÍRNIR
RITDÓMAR
181
jafnframt runninn úr tónlist og tungutaki tímans. Þessa má til dæmis sjá
glögg merki í Vangjaslættinum, þar sem Bítlarnir halda ekki bara innreið
sína í íslenskt samfélag, heldur hygg ég að finna megi tónlist þeirra stað í
málsgreinastrúktúr Einars. Einnig birtast ákveðin stef sem stuðla að sam-
þættingu sögutaktsins og lífshrynjandinnar og er „kúl-itt-beibí“ úr Ridd-
urunum sérlega minnisstætt. Með því er blásið í takt við líf strákanna á göt-
unni (t. d. bls. 139, 148-150) en það gnauðar einnig í hverfinu eftir hrap
Garðars þegar Jóhann hleypur eftir hjálp (208).
Eitt af því sem gefur fyrri bókunum tveimur þessa skemmtilegu hrynj-
andi er ávarpsform það sem einkennir textann á köflum, þ. e. a. s. þegar
Jóhann talar í frásögunni til vinar síns Ola í annarri persónu. Um þetta
form er þó farið að losna í Vœngjaslœttinum og í Eftirmdla regndropanna
er það horfið nema hvað Anton rakari er öðru hverju ávarpaður svona (sjá
t. d. bls. 231) - en af hverjum? Hver er sögumaður Eftirmálans? Það sjón-
arhorn sem í fyrri bókum bjó hjá Jóhanni Péturssyni er nú horfið ásamt
eiganda sínum þó svo rödd þess sé raunar mjög ríkjandi hér ásamt öðrum
röddum sem mæla fram textann. Sjónarhornið flakkar til og frá um hverfið,
inn og út um vitund ýmissa persóna, rétt eins og draugarnir sem ráfa um
svið sögunnar. Frásögnin er að þessu leyti mun losaralegri en áður. En mér
finnst mikill galli að Einar leyfir þeim „losarabrag" ekki að njóta sín sem
skyldi; það mætti halda að hann vilji bæta fyrir þetta lauslæti sitt með sund-
urbútun textans og skipulagningu í ótal stutta kafla sem bera hver sitt heiti
og heyra svo raunar undir sértitlaða yfirkafla og þannig koll af kolli. Áður
en lesandi kemur að fyrstu málsgrein textans mætir honum þannig eftirfar-
andi titlahröngl: Eftirmáli regndropanna (bókartitill), „Skipið í stormin-
um“ (I. hluti), „Regndroparnir koma “ (fyrri meginþáttur I. hluta), „Ymis
teikn á lofti“ (1. yfirkafli) og „Blálýstir blossar" (1. undirkafli). Það máþví
segja að frásögnin sé innan fimmfalds titla-ramma og hefur Einar hneigst æ
meir í þessa átt; í Riddurunum er hann þrefaldur og í Vœngjaslœttinum
fjórfaldur.
Ytra form verksins einkennist því af vissri mótsögn, þar sem lausleikandi
sjónarhorn samræmist sundurlausn hverfisheimsins en höfundur leitast
jafnframt með kaflaskipan og titlagjöf við að halda þétt utan um þetta efni
og skipa því markvisst niður; þannig virðist ferð okkar milli persóna þrátt
fyrir allt vera undir fastmótuðu skipulagi einhvers meira eða minna alviturs
„sagnaanda". Eins og ég mun síðar ræða gengur þetta í raun gegn þeirri
frásagnargleði sem verkið vill koma á framfæri. Eg sakna þess að sjá hvergi
það textaflœði sem syndaflóð verksins hefði átt að geta komið af stað. Þó að
stundum bregði fyrir þeirri málhrynjandi sem við þekkjum úr fyrri verkum
(til að mynda í stefjum eins og „dauðinn, regndroparnir og nóttin"), er
þetta klippta form nefnilega einnig áberandi í innri byggingu textans og
réttlætist síður en svo alltaf af hrynjandinni. Mjög algengt er að heil efnis-
grein takmarkist við fáein orð: „Og á sama tíma.“(18), eða svona: