Skírnir - 01.04.1987, Síða 194
188
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKIRNIR
„nýja“ íslendingasögu í Gerpln eða þegar Thomas Berger hyllir og skop-
stælir vestrann í Little Big Man. En hið klippta og sundurlausa frásagnar-
form Einars Más sem ég hef þegar fjallað um er engan veginn viðeigandi
vettvangur þessarar frásagnarhefðar, nema þá það eigi að birta okkur upp-
lausn hennar - raunar væri kannski hægt að lesa verk Einars þannig, svo að
segja „á móti“ söðlasmiðnum. Það er athyglisvert að eina samfellda og
ótruflaða „sagan í sögunni" sprettur úr minningum Sigríðar af búskaparár-
um þeirra Daníels, þær „fengu á sig söguform og í stað þess að fljúga svifu
þær eftir beinum brautum" (99). En þessi beina saga er hiklaust einn flatasti
hluti skáldverksins; hún er að vísu sögð af írónískri rödd, sem kannski er
skopstæling á biblíulegu hugarfari Daníels prests:
Þegar það gerðist var Sigríður rétt rúmlega gjafvaxta unglings-
stúlka, búsett í föðurhúsum, svo gripið sé til bókmáls þess tíma . . .
En svo bar til um þessar mundir að frá guðfræðideild Háskólans
brautskráðist ungur maður að nafni Daníel. . . (101)
En þótt írónían skili sér vantar eftir sem áður ummerki umtalsverðrar frá-
sagnarlistar í þennan texta sem og í verkið að öðru leyti. Og svipmyndir
þær sem fyrir augu ber í kaflabrotum sögunnar eru einnig oft daufar og líf-
lausar og stundum svo upptalningskenndar að það yfirgnæfir ljóðrænar
stemmningar textans (sjá t. d. röð smákafla á bls. 165-188). Draugar sög-
unnar birtast okkur fyrst og fremst í slíkum brotakenndum svipmyndum,
en ég er ekki frá því að þeir kalli á fyllri og dramatískari frásögn. Stuttara-
legar uppákomur er þá varða, t.d. viðskipti þeirra við Daníel, eru smá-
fyndnar þegar best lætur og öðlast ekki tákngildi í mínum huga. Oðru máli
gegnir þó um viðskipti hinna yfirnáttúrulegu afla við Sigríði prestfrú. Þar
þykir mér meira um að vera, þótt það gerist að mestu undir yfirborði
textans.
Strákamenningin og Sigríður Þyrnirós
I þeirri krakkaveröld sem við kynnumst í Riddurum hringstigans er í raun
aðeins ein stúlka. Það er Birna systir Öla sem vinnur af kappi við að undir-
búa afmæli hans, en fer svo sjálf fram í eldhús að fá sér að drekka, því hún
á „sem stelpa ekkert erindi inná þessa samkomu" (71). Það er ekki auðvelt
að sjá hvort Einar sé með þessu beinlínis að gagnrýna karlrembu, en hann
opnar slíkri gagnrýni að minnsta kosti leið, þó að ég hafi einnig bent á
hversu mjög Einar virðist lifa sig inn í sagnaheim sinn. Riddararegla strák-
anna er eins forstokkað karlasamfélag og hver önnur frímúrararegla. Það
kemur því ekki mjög á óvart að Vtengjaslátturinn er svo til kvenmannslaus
bók. I Eftirmálanum má hins vegar segja að Sigríður prestfrú sé í kvenhlut-
verki hliðstæðu því sem Birna gegnir; hún styður mann sinn í starfi, hrein-
ritar sálmanótur og saumar svo út Jesúmyndir.
Eg hygg að í Eftirmálanum megi einnig finna hliðstæðu þess strákasam-