Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 194

Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 194
188 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON SKIRNIR „nýja“ íslendingasögu í Gerpln eða þegar Thomas Berger hyllir og skop- stælir vestrann í Little Big Man. En hið klippta og sundurlausa frásagnar- form Einars Más sem ég hef þegar fjallað um er engan veginn viðeigandi vettvangur þessarar frásagnarhefðar, nema þá það eigi að birta okkur upp- lausn hennar - raunar væri kannski hægt að lesa verk Einars þannig, svo að segja „á móti“ söðlasmiðnum. Það er athyglisvert að eina samfellda og ótruflaða „sagan í sögunni" sprettur úr minningum Sigríðar af búskaparár- um þeirra Daníels, þær „fengu á sig söguform og í stað þess að fljúga svifu þær eftir beinum brautum" (99). En þessi beina saga er hiklaust einn flatasti hluti skáldverksins; hún er að vísu sögð af írónískri rödd, sem kannski er skopstæling á biblíulegu hugarfari Daníels prests: Þegar það gerðist var Sigríður rétt rúmlega gjafvaxta unglings- stúlka, búsett í föðurhúsum, svo gripið sé til bókmáls þess tíma . . . En svo bar til um þessar mundir að frá guðfræðideild Háskólans brautskráðist ungur maður að nafni Daníel. . . (101) En þótt írónían skili sér vantar eftir sem áður ummerki umtalsverðrar frá- sagnarlistar í þennan texta sem og í verkið að öðru leyti. Og svipmyndir þær sem fyrir augu ber í kaflabrotum sögunnar eru einnig oft daufar og líf- lausar og stundum svo upptalningskenndar að það yfirgnæfir ljóðrænar stemmningar textans (sjá t. d. röð smákafla á bls. 165-188). Draugar sög- unnar birtast okkur fyrst og fremst í slíkum brotakenndum svipmyndum, en ég er ekki frá því að þeir kalli á fyllri og dramatískari frásögn. Stuttara- legar uppákomur er þá varða, t.d. viðskipti þeirra við Daníel, eru smá- fyndnar þegar best lætur og öðlast ekki tákngildi í mínum huga. Oðru máli gegnir þó um viðskipti hinna yfirnáttúrulegu afla við Sigríði prestfrú. Þar þykir mér meira um að vera, þótt það gerist að mestu undir yfirborði textans. Strákamenningin og Sigríður Þyrnirós I þeirri krakkaveröld sem við kynnumst í Riddurum hringstigans er í raun aðeins ein stúlka. Það er Birna systir Öla sem vinnur af kappi við að undir- búa afmæli hans, en fer svo sjálf fram í eldhús að fá sér að drekka, því hún á „sem stelpa ekkert erindi inná þessa samkomu" (71). Það er ekki auðvelt að sjá hvort Einar sé með þessu beinlínis að gagnrýna karlrembu, en hann opnar slíkri gagnrýni að minnsta kosti leið, þó að ég hafi einnig bent á hversu mjög Einar virðist lifa sig inn í sagnaheim sinn. Riddararegla strák- anna er eins forstokkað karlasamfélag og hver önnur frímúrararegla. Það kemur því ekki mjög á óvart að Vtengjaslátturinn er svo til kvenmannslaus bók. I Eftirmálanum má hins vegar segja að Sigríður prestfrú sé í kvenhlut- verki hliðstæðu því sem Birna gegnir; hún styður mann sinn í starfi, hrein- ritar sálmanótur og saumar svo út Jesúmyndir. Eg hygg að í Eftirmálanum megi einnig finna hliðstæðu þess strákasam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.