Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 7
I. Inngangur
Forsaga
Hugmyndin um að gera skoðanakönnun á trúarlífi Islendinga sem næði yfir
sem flest svið trúarlífsins - trúaráhrif, trúarskoðanir, viðhorf til kirkjunnar, við-
horf til siðferðismála og stjórnmála, þátttöku í trúarlegum athöfnum og helgi-
haldi, svo eitthvað sé nefnt - hafði verið vakandi um nokkurt skeið hjá okkur,
sem stöndum að þessari könnun, áður en af framkvæmdum gat orðið. Haustið
1985 fékk Pétur Pétursson rannsóknarstyrk frá sænska vísindasjóðnum
(Humanistiska och samhállsvetenskapliga forskningsrádet) til þess að gera for-
könnun í þessu skyni og semja spurningalista með viðameiri könnun í huga.
Var ljóst að þetta var vandaverk þar sem könnun af þessu tagi hafði ekki áður
verið gerð hér á landi, þótt einstaka spurningar um trúmál hefðu verið teknar
með í almennum viðhorfskönnunum. Ymislegt benti til þess að trúarlíf lands-
manna væri með nokkuð sérstökum hætti og því ekki hægt að þýða erlenda
spurningalista beint yfir á íslensku ef markmiðið væri að leiða í ljós þessi
sérkenni.
Þegar á undirbúningsstigi tókst samvinna með okkur, höfundum þessarar
bókar, og ákveðið var að könnun okkar færi fram á vegum Guðfræðistofnunar
Háskóla Islands. Fyrri hluti forkönnunar, sem byggður var á viðtölum, fór fram
í Reykjavík í ársbyrjun 1986 og hinn síðari þá um haustið. Hugmynd með for-
könnun var fyrst og fremst sú að velja þær spurningar sem taka skyldi með í
endanlegan lista, prófa hann og gera sér grein fyrir hvernig bæri að orða
spurningarnar. Leitað var til kennara í einum af grunnskólum borgarinnar og
nemenda í Námsflokkum Reykjavíkur. Við nokkur þessara viðtala var notið
aðstoðar Kristínar Magnúsdóttur félagsfræðings. Þá fengum við einnig góð ráð
frá kennurum í Félagsvísindadeild Háskóla Islands. Þessi liður í undir-
búningnum var mikilvægur þar sem bilið er oft breitt milli guðfræðilegra hug-
taka og hugmynda almennings um trúarleg málefni.
Guðfræðistofnun sótti um fé til Vísindasjóðs Islands vorið 1986 til að gera
póstlistakönnun og fékkst nægilegt starfsfé til þess að hefjast handa en undir-
búningur var þá reyndar vel á veg kominn. Póstlistakönnun fer þannig fram
að spurningalisti er sendur til fólks sem lendir í fræðilega völdu úrtaki og það
fyllir hann út og endursendir í póstí. Listakannanir eru yfirleitt ekki taldar eins
áreiðanlegar og viðtalskannanir þar sem spyrill er sendur á vettvang er tekur
viðtal við hvern og einn. Hins vegar er sá kostur við listakannanir að þær eru
5