Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 8
Studia theologica islandica
mun ódýrari en viðtalskannanir. En einnig má æda - og viss reynsla er fyrir því
- að sumum þyki þægilegra að svara spurningum um trúmál með því að krossa
við ákveðin svör eða skrifa þau með eigin orðum en tjá sig í viðtali.
Stada rannsókna
Eins og áður segir höfðu tölfræðilega marktækar skoðanakannanir, sem taka
yfir alla helstu þætti trúarlífs Islendinga, ekki verið gerðar fyrr en Guðfræði-
stofnun réðst í þetta verkefni. Hér ber þó að nefna Hagvangskönnunina
svokölluðu, sem var hluti af evrópsku verkefni „European Values Systems
Study“, er hófst árið 1978 og æ fleiri þjóðir, einnig utan Evrópu, hafa tekið þátt
í, t.d. Bandaríkin. Markmið þessarar fjölþjóðakönnunar hefur verið að „afla
haldgóðrar vitneskju um gildismat íbúa landanna, viðhorf þeirra m.a. dl sjálfra
sín, nágranna sinna, trúar, atvinnu, f]ölskyldulífs, þjóðfélags, siðferðis og lífs-
tilgangs“. Þessi könnun tekur aðeins yfir örfáa þætti trúarlífs og af skiljanlegum
ástæðum fremur grunnfærnislega hvað varðar sérkenni þess. Hún fjallar t.d.
ekkert um trúarlega mótun og uppeldi og tekur ekki ul viðhorfa fólks dl helgi-
siða og trúarathafna, svo sem skírnar, fermingar og altarisgöngu. Þar er heldur
ekkert vikið að þátttöku í trúarlegri félagsstarfsemi. Þá má auk þess segja að sú
spurning sem víkur að bænalífi sé næsta lítils virði þar sem um leið er spurt um
bæn og hugleiðslu, sem í huga margra er tvennt ólíkt. En vegna þess að verk-
efnið er alþjóðlegt og sömu spurningar voru lagðar fyrir í öllum þeim löndum,
sem þátt tóku í því, eru niðurstöður hennar mjög athyglisverðar og mikils virði,
einkum hvað varðar samanburð á þjóðunum.1 Sérkenni hvers lands var að
sjálfsögðu ekki hægt að taka fyrir að nokkru marki.
Niðurstöður Hagvangskönnunarinnar sýndu að Island hefur á margan hátt
sérstöðu miðað við önnur vestræn ríki hvað varðar trúarskoðanir og vöknuðu
því ýmsar spurningar, sem reynt hefur verið að leita svara við í þessari könnun.
í þeim texta, sem hér fer á eftir, eru oft bornar saman niðurstöðutölur þessarar
könnunar og Hagvangs.
Nokkrar tölulegar upplýsingar lágu fyrir um trúarlíf Islendinga úr skoðana-
könnunum áður en Hagvangskönnunin kom dl. Gylfi Asmundsson sálfræð-
ingur gerði könnun á trúarlífi Reykvíkinga og birti niðurstöður sínar í dag-
blaðinu Vísi 16. október 1969. Var hún byggð á viðtölum við 268 einstaklinga
(112 karla og 156 konur). Eins og Gylfi bendir sjálfur á er ýmislegt við þessa
könnun að athuga frá aðferðafræðilegu sjónarmiði. I úrtakinu eru t.d. fáir eða
engir úr verkamanna- og iðnaðarmannastétt. Það er samt sem áður athyglisvert
að bera niðurstöður Gylfa saman við niðurstöður þessarar könnunar.
Dr. Erlendur Haraldsson gerði könnun á dultrú og yfirskilvitlegri reynslu
íslendinga árið 1974 og bird í bók sem út kom árið 1978 undir heitinu Þessa
' Björn Björnsson og Pétur Pétursson: Um trúarlíf Islendinga frekari úrvinnslu á Hagvangs-
könnuninni frá 1984, Kirkjuritið, 52. árg. 1. hefti, 1986.
6
j