Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Síða 9
Trúarlíf íslendinga
heims og annars. Könnun á dulrœnni reynslu Islendinga, trúarvvbhorfum ogþjóbtrú.
Könnun Erlends nær aðeins yfir mjög takmarkað svið trúarlífs en skarar þó að
sumu leyti Hagvangskönnunina. Erlendur spurði um trúhneigð almennt,
trúarlega reynslu og biblíulestur. Niðurstöður hans, er varða þessi atriði, er
hægt að bera saman við könnun Hagvangs og það sem hér kemur fram.
Dultrúarþættinum var hins vegar tiltölulega lítið sinnt í þessari könnun, þar
sem hin ítarlega könnun Erlends liggur fyrir.
Þá má einnig geta þess að bandaríski félagsfræðingurinn Richard F.
Tomasson gerði minni háttar skoðanakönnun hér á landi árið 1971, þar sem
hann spurði hundrað manna úrtak m.a. um guðstrú og nokkur atriði er
vörðuðu dulræna reynslu. Þetta úrtak er lítið og gerir hann ekki grein fyrir því
hvernig það var valið svo taka verður niðurstöðum hans með vissri varúð. Hann
birti þær í bók um ísland, sem út kom árið 1980.2
I þessu riti er lögð áhersla á að gera grein fyrir niðurstöðum þeirrar
könnunar sem hér er til umræðu lið fyrir lið og varpa þannig ljósi á trúarlíf
íslensku þjóðarinnar. Einnig er reynt að fjalla um tengsl hinna fjölbreytilegu
þátta trúarlífsins og forsendur þeirra. A eftir inngangskafla er í kafla II gerð
grein fyrir trúarhugmyndum, inntaki þeirra og breytileika; í kafla III er fjallað
um ýmsar spurningar er varða trúaráhrif og uppeldi; í kafla IV er hugað að því
hvernig trúarlíf birtist í atferli og hegðan fólks, bænalífi, biblíulestri og
þátttöku í trúarlegum athöfnum; í kafla V er gerð grein fyrir afstöðu til trúar-
legs efnis í fjölmiðlum og í kafla VI og VII er athuguð afstaða fólks til kirkju
og presta, viðhorf til ýmissa siðrænna spurninga og tengsl við trúarafstöðu þess.
Að lokum, í kafla VIII, er síðan fjallað um trúmál og þjóðmál. Hugmyndin að
baki þessari efnisröðun er sú að byrja á því að gera grein fýrir þeim trúar-
hugmyndum sem ríkja, innitaki trúarinnar og viðmiðunum. Næsta skref er að
athuga hvernig þessar hugmyndir hafa mótast og varðveist kynslóð eftir kyn-
slóð og hverra breytinga gæti verið að vænta við nútíma aðstæður. Því næst
virðist rökrétt að hyggja að hvernig trúin birtist á hinum ólíku sviðum bæði í
persónulegu trúarlífi, í siðrænum viðhorfum, varðandi þátttöku í trúar-
stofnunum þjóðfélagsins, í væntingum í garð fjölmiðla o.fl.
Ákveðnar kenningafræðilegar viðmiðanir hafa verið hafðar í greiningu á
svörunum og hefur sums staðar verið tekið mið af kenningum í félagsfræði og
uppeldisfræði en einnig hinum margvíslegu sviðum guðfræðinnar, einkum
trúfræði og siðfræði.
Brottfallsgreining
Talið var að þúsund manna úrtak væri heppilegt við þessa könnun. Henni var
ætlað að ná til fullorðinna íslendinga og var hún bundin við fólk á aldrinum
18-75 ára í þjóðskránni 1. desember 1986. Reiknistofnun Háskóla Islands sá
Richard F. Tomasson: lceland: TheFirst New Society, Reykjavík/Minnesota 1980.
7