Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Blaðsíða 12
II. Trúarhugmyndir
Inngangur
Eitt af því sem vakti hvað mesta athygli í könnun Hagvangs á gildismati og
mannlegum viðhorfum Islendinga var hversu trúhneigðir þeir kváðust vera.
Tæplega 70% þeirra töldu sig vera trúhneigða og rétt innan við 80% játuðu
að guð væri til. Um guðstrú er það annars helst að segja að ýmsum kom á óvart
að aðeins 18% játuðu trú á „persónulegan guð“ en langflestir hinna, eða 58%,
kváðust trúa á guð sem „einhvers konar alheimsanda eða lífskraft“. Mönnum
hefur komið til hugar að hér geti verið um einhvern misskilning að ræða þar
sem orðalagið „persónulegur guð“ vekji upp hugmyndir um guð barnatrúar-
innar, um „gamla manninn með skeggið uppi í skýjunum“. Ekki verður þó
talið að hér sé um einhlíta skýringu að ræða en þessi niðurstaða og vangaveltur
vegna hennar gáfu fullt tilefni til að leggja spurninguna um trú á guð fyrir með
öðrum hætti í þeirri könnun, sem hér er til umræðu.
Trúarleg viðhorf eru flókið fýrirbæri. Til glöggvunar er stundum gerð að-
greining á því að trúa, þ.e. trúnni sem huglægri afstöðu, og andlagi trúarinnar,
því sem trúað er á. I könnun sem þessari, þar sem ekki gafst kostur á að ræða
beint við fólk, er mun erfiðara að kanna fýrri en síðari þáttínn. Þær spurningar
sem notaðar eru til þess að afla upplýsinga um trúarhugmyndir bera þessu
vitni. Spurt er um það sem trúað er á, um það sem átrúnaðurinn beinist að. I
því efni er fyrst og fremst um þrjá þætti að ræða: Trú á guð, afstöðu tilJesú Krists
og hugmyndir manna um líf eftir dauðann. I þessum kafla verður fyrst og fremst
fjallað um trúarhugmyndir út frá þessum efnisþáttum. Þar með er ekki sagt að
ekki verði víðar leitað fanga. Þess ber að geta um spurninguna er varðaði trú
á guð að auk hinna gefnu svarsmöguleika var fólki gefínn kostur á að lýsa
hugmyndum sínum nánar með eigin orðum. Það er reyndar ein af mjög
eftirtektarverðum niðurstöðum þessarar könnunar í heild hversu margir það
reyndust sem færðu sér þennan kost í nyt. Rétt innan við helmingur svarenda
gerði það, eða 48.7%. Þegar haft er í huga hversu viðamikil þessi könnun er
og hversu tímafrekt er að svara þeim 80 spurningum, sem hún hefur að geyma,
hlýtur það að teljast bera vott um mjög mikinn áhuga á viðfangsefninu að
hartnær helmingur svarenda gefi sér tíma til að láta í ljós skoðanir sínar með
eigin orðum. Þessar skoðanir þátttakenda, sem eru þeim mun dýrmætari að
þær eru tjáðar með „þeirra eigin orðum“, verða að sjálfsögðu notaðar til að
varpa ljósi á þær upplýsingar sem svörin við hinum beinu spurningum um
10
J