Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 14
Studia theologica islandica
Þessi tafla sýnir hvernig svarendur dreiföust á hina margvíslegu svarsmöguleika
- en hafa þarf í huga að þeim var gefinn kostur á að merkja við fleiri en eitt
svar. Með samlagningu má síðan fá gleggri vitneskju um hvert fylgi hvert
einstakt svar hefur. Verður þá útkoman eins og sýnt er í töflu 11,2.
Tafla 11,2 Dreifing svara á lokaða svarsmöguleika:
1. Það er ekki til neinn annar guð... 16.5
2. Við höfum enga vissu... 13.1
3. Guð hlýtur að vera til... 39.7
4. Guð hefur skapað heiminn... 16.7
5. Til er kærleiksríkur guð... 36.4
6. Get ekki svarað 13.4
Þegar þessi svör eru skoðuð kemur í ljós að mests fylgis nýtur svarið:
„ Guð hlýtur að vera til, annars hejði lífið engan tilgang“. Lidu minna fylgi hefur
svarið um „kœrleiksríkanguð“. Þessir tveir svarsmöguleikar skera sig úr hvor um
sig en við þá merkja meira en helmingi fleiri en nokkurt hinna svaranna. Báðir
gefa til kynna trú á tilvist guðs þótt með ólíkum hætti sé. Hinn fyrri, trúin á guð
sem gefur lífinu tilgang, sver sig í ætt við hina gamalkunnu en stöðugt virku
teleologisku sönnun fýrir tilvist guðs. Síðari kosturinn, um kærleiksríkan guð sem
við getum beðið til, svarar aftur á mótí til klassískrar kristinnar guðshugmyndar
þar sem gert er ráð fyrir persónulegu samfélagi mannsins við guð. Það ber að
hafa í huga að þessar guðshugmyndir, þótt ólíkar séu, útiloka ekki hvor aðra.
Fer því reyndar fjarri að áliti þeirra, sem þátt tóku í könnuninni, þar sem
f4.1% þeirra völdu þann kost að merkja við báðar, sbr. töflu 1. Er mest svörun
við þessum valkosti af öllum sem í boði voru. Menn trúa á guð sem gefur lífinu
tilgang og á kærleiksríkan guð sem hægt er að leita til í bæn.
Síðar í þessum kafla verður rætt um guðstrú í víðara samhengi, þegar
könnuð hafa verið svör við öðrum mikilvægum spurningum um trúarleg
viðhorf, þ.á.m. afstöðu til Jesú Krists og líf eftir dauðann. Þá gefst tækifæri til
að koma aftur að þeirri guðstrú sem setur spurninguna um tilgang lífsins ofar
öðru ásamt trúnni á kærleiksríkan guð. Einnig gefst tilefni til að bera saman
guðstrú skv. þessari könnun og niðurstöður könnunar Hagvangs þar sem
athygli vakti hversu hlutfallslega fáir játuðu trú á persómulegan guð, eins og fyrr
var nefnt.
Af þeim þremur svarsmöguleikum, sem vitnajákvætt um tilvist guðs, er einum
langsjaldnast svarað. Það er fullyrðingin: Guð hefur skapað heiminn og stýrir
honum. Hún fær aðeins fylgi 2.4% svarenda, sem er langt fyrir neðan önnur
sjálfstæð svör, sbr. töflu 11,1. Og sem svar, sem fylgir öðru eða öðrum, nýtur
hún meira en helmingi minna fylgis en hvort hinna svaranna er hafna ekki
tilvist guðs, eða 16.7. Þetta er býsna athyglisverð niðurstaða sem vert er að gefa
12
J