Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 17
Trúarlíf Islendinga
Tafla 11,5 Guðshugmyndir eftir aldri:
18-24 25-34 35-44 45-59 60-76
n= 136 155 151 145 126
Guð er hugarfóstur mannsins 27.2 25.8 15.2 9.0 5.6
Engin viss fyrir tilv. guðs 14.7 7.1 10.6 3.4 4.0
Aðrar guðshugmyndir 15.4 29.0 22.5 23.4 31.0
Til er kærleiksríkur guð 22.8 23.2 38.4 50.3 53.2
Get ekki svarað 19.9 14.8 13.2 13.8 6.3
100 99.9 99.9 99.9 100.1
x-=95 .2, p<0.001
Það er greinilegt af þessum töflum að hugmyndir fólks um guð tengjast
allverulega kyni og aldri þeirra sem spurðir voru.
Margoft hefur komið í ljós í könnunum erlendis og einnig í þeim fáu sem
hér hafa verið gerðar að konur eru trúhneigðari en karlar. Þessi munur á
kynjunum er staðfestur enn einu sinni í þessari könnun. Áberandi er hversu
miklu fleiri konur en karlar trúa á kœrleiksríkan gub, eða sem næst 44% á móti
30%. I könnun Hagvangs kom aftur á móti fram tiltölulega lítill munur á
körlum og konum hvað varðar spurninguna um persónulegan guð, þ.e. 20% á
móti 16%. Þá eru karlar og mun meiri efahyggjumenn en konur eins og bæði
kemur fram í svarinu við höfurn enga vissu og því að mun fleiri karlar en konur
segjast ekki geta svarað spurningunni. Freistandi er að leita skýringa á þessum
mun á kynjunum þegar um er að ræða trú á kærleiksríkan guð. Þess er þó ekki
að vænta að nokkur einhlít skýring sé til heldur sé fremur um að ræða marga
samverkandi þætti. Gildismat og lífsviðhorf kvenna eru vafalítið með nokkrum
öðrum hætti en karla eins og kvennahreyfmgar hafa rækilega leitt í ljós á
síðustu tímum. Guðstrú tengist alltaf með einhverjum hætti gildismati og því
kæmi ekki á óvart að í ólíku gildismati karla og kvenna væri að finna að meira
eða minna leyti þann mun sem er á trú þeirra á kærleiksríkan guð. Má af
ýmsum ástæðum láta sér til hugar koma að konur aðhyllist frekar en karlar hin
svokölluðu mjúku gildi og þá jafnframt álykta að trú á kærleiksríkan guð
samrýnist betur slíku gildismati. Það mætti einnig leita skýringa í mismunandi
uppeldi karla og kvenna, bæði hvað varðar gildismat og guðstrú, eða í þeirri
kynbundnu hlutverkaskipan sem verið hefur við lýði hér á landi eins og víðast
annars staðar. Um þessi síðustu atriði, uppeldi og kynhlutverk, gefur könnunin
að vísu örugga vitneskju á býsna þröngu og afmörkuðu sviði en engu að síður
þess eðlis að mikið má á henni byggja. Þetta svið varðar bænalíf og trúarlegt
uppeldi barna. Hér er kynskipdng meiri og ótvíræðari en á nokkru öðru sviði
sem til athugunar kom í könnuninni. Þegar spurt var um það hvort foreldri
baeði eða hefði beðið bænir með barni sínu reglulega (aðrir valkostir voru:
stundum, einstaka sinnum, aldrei) voru það 43% mæðra sem svöruðu því
15