Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 18
Studia theologica islandica
játandi en aðeins 8% karla. Það eru mæðurnar sem biðja með börnum sínum
og kenna þeim vafalítið um guð er sé kærleiksríkur og góður.
Þetta hlutverk móðurinnar í trúaruppeldi segir til sín þegar konan er spurð
um trú sína á guð. Má æda að þessu sé ekki síður þannig varið þegar að því er
gætt að spurt var um kærleiksríkan guð sem „við getum beðið til“. Hlutur kvenna
í trúaruppeldi er ótvíræður og var enn frekar staðfestur þegar spurt var um
hvaða einstaklingar hefðu haft mest áhrif á afstöðu manna til trúmála. Þar var
„móðir“ langoftast nefnd. Nánar er um þetta íjallað í kaflanum um trúarlegt
uppeldi hér á eftir.
I könnun Hagvangs kom fram greinilegur munur á körlum og konum hvað
varðaði afstöðu þeirra til guðs. Þannig töldu 89% kvenna að guð væri til en
74% karla; og 51% kvenna taldi guð skipta mjög miklu máli í lífi sínu en 34%
karla.3 4
Mjög mikill munur er á hugmyndum fólks um guð eftir aldri. Þannig játar
meira en helmingur þeirra sem eru 45 ára og eldri trú á kærleiksríkan guð en
rétt rúmlega fimmtungur þeirra sem eru 34 ára og yngri. 27.2% af þeim sem
eru 18-24 ára telja að guð sé hugarfóstur fólks, en 5.6% í hópi 60 ára og eldri.
Menn eru og þeim mun meiri efahyggjumenn sem þeir eru yngri og í hópi
hinna yngstu er einnig helst að finna þá sem ekki segjast geta svarað spurn-
ingunni um guð. A hinn bóginn er þá að finna nokkuð jafnt í öllum aldurs-
hópum sem játa guðstrú án þess að merkja við trú á kærleiksríkan guð.
„Það er viðtekin skoðun að fólk verði trúaðra með aldrinum. Hér getur
verið um hvort tveggja að ræða að aldurinn sjálfur hafi sín áhrif og hitt að eldri
kynslóðir séu yfirleitt trúaðri vegna þess að þær hafi fengið trúarlegt uppeldi
í ríkari mæli en þær yngri“.' I könnun Hagvangs kom skýrt í ljós að aldur
þeirra, sem um er að ræða, segir til sín þegar spurt er um guð. Þannig töldu
69% í yngsta aldurshópi, 18-24 ára, að guð væri til, en 94% í hinum elsta,
65-84 ára; jafnframt töldu aðeins 19% þeirra yngstu guð skipta mjög miklu
máli fyrir sig en á hinn bóginn 77% hinna elstu.5
Athugað var hvort menntun hefði áhrif á guðshugmyndina. Svarendum er
hér skipt í þrjá flokka eftir menntun. Einn ílokkinn fylla þeir sem hafa
skyldunám að baki eða minna, annan þeir sem hafa lokið stúdentsprófi eða
lengra námi og í þriðja eru þeir settir sem eru jrar á milli.
3 Björn Björnsson og Pétur Pétursson: Um trúarlíf Islendinga -frekari úrvinnsla á Hagoangs-
könnuninnifrá 1984. Kirkjuritið, 52. árg. 1. hefti, 1986, bls. 19.
4 Sama rit, bls. 20.
5 Sama rit, bls. 21.
16