Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Síða 31
Trúarlíf íslendinga
Fyrst verður fyrir að skoða hvernig þeir skiptast eftir aldri.
Tafla II, 17 Trúarafstaða eftir aldri:
18-24 25-34 35-44 45-59 60-76
n= 122 145 133 131 111
Efahyggjumenn 26.3 17.3 18.1 10.7 9.0
Trúa á sinn hátt 38.5 55.2 51.1 42.0 49.5
Játa kristna trú 35.2 27.6 30.8 47.3 41.4
100 100.1 100 100 99.9
Tau C =0.12 p<0.001
Efahyggjumenn eru hér taldir þeir sem segjast ekki vera trúaðir ásamt þeim
sem ekki geta um það sagt hvort þeir séu trúaðir eða ekki. Um þann hóp
manna er það helst að taka fram að þar er yngsti aldurshópurinn í miklum
meiri hluta, hlutfallslega þrisvar sinnum stærri en sá elstí, eins og sjá má. Þetta
kemur í sjálfu sér ekki á óvart og er í samræmi við þá heildarniðurstöðu að trú-
hneigð aukist með aldrinum. Það er hins vegar stærri spurning en svo að henni
verði svarað af nokkru viti í stuttu máli, hvers vegna svo sé. Eina litla
vísbendingu má þó sennilega lesa af þeim tölum sem hér liggja fyrir. Hún er
sú hversu tala efahyggjumanna fellur strax í næst yngsta aldurshópnum, þ.e.
meðal þeirra sem eru á aldrinum 25-34 ára. Þetta er það aldursskeið þegar
menn verða ráðsettir bæði hvað varðar að stofna fjölskyldu og finna sér sess í
atvinnulífinu. Spurningar um trúmál og áhugi á þeim vaknar vafalítið ekki síst
við það að eignast eigin fjölskyldu, sérstaklega þegar börn koma til og fólk axlar
þá ábyrgð að annast uppeldi þeirra. Tengsl trúar og uppeldis koma greinilega
í ljós í þessari könnun, þar sem hugað er að bænalífi innan fjölskyldunnar og
einnig í afstöðu til trúarlegra áhrifa í grunnskólum og á dagvistarstofnunum,
eins og nánar er greint frá í kaflanum um trúaráhrif og uppeldi.
Þegar hinir tveir stóru hópar, þeir sem játa kristna trú og þeir sem trúa á sinn
hátt, eru athugaðir með hliðsjón af aldri er langmestur munur á þeim á
aldrinum 25-34 ára, eða 27.6 prósentustíg. Þetta vekur þeim mun meiri athygli
þegar þess er gætt að í næsta hópi, 18-24 ára, eru álíka margir í hvorum hópi.
Þá er vert að gefa gaum að því að einnig á meðal þeirra elstu eru jressir tveir
hópar svipaðir að stærð. Kemur það á óvart þar sem fylgi við kristnar
trúarhugmyndir er skv. þessari könnun jafnan mest á meðal hinna elstu. Það
er í aldurshópnum 45-59 ára sem hlutfallslega flestir segjast játa kristna trú.
Er það eini aldurshópurinn þar sem hinir „kristnu" eru í meiri hluta, rétt innan
\4ð 50%, á móti þeim 42% sem segjast trúa á sinn eigin persónulega hátt.
í framhaldi af því sem sagt var hér á undan um efahyggjumenn, þ.e. að þá
sé helst að finna meðal hinna yngstu, má til viðbótar því, sem þar segir, draga
þá almennu ályktun að trúarleg viðhorf séu um margt á reiki. Þau séu enn
29