Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Side 34
Studia theologica islandica
sem séu ráðandi, sbr. fjölhyggjuna, en í því síðara sé fremur að leita sértækari
trúarlegra skýringa; hugsanlega áhuga þessarar kynslóðar á spíritisma og
dultrú hvers konar. I þess konar trúarlegu andrúmslofti er það ekki svo afleitur
kostur fyrir fólk að lýsa trúarafstöðu sinni með þeim orðum að það sé trúað á
sinn eigin persónulega hátt.
Tafla II, 18 Trúarafstaða eftir kyni:
Karlar Konur
n= 303 343
Efahyggjumenn 21.2 12.3
Trúa á sinn hátt 42.9 51.6
Játa kristna trú 36.0 36.2
101.1 101.1
x2=10.4 p<0.05
Hér fæst enn ein staðfesting á því að konur eru trúhneigðari en karlar. Á meðal
^efahyggjumanna lætur nærri að karlar séu helmingi fleiri en konur. Minnt er
á það sem fram kom og rætt var um þegar spurningin um trú á guð var til
umfjöllunar, sbr. töflu 11,4, en þá kom í ljós að helmingi fleiri karlar en konur
merktu við svarið: Við höfum enga vissu fyrirþví að guð sé til. Þá sögðust helmingi
fleiri karlar en konur ekki geta svarað spurningunni, en eðlilegt er að telja þá
afstöðu benda til efahyggju. Það kemur því ekki á óvart að sjá þennan mun á
kynjunum þegar fólk er beðið að lýsa trúarafstöðu sinni. Aftur á móti má það
heita undarlegt að ekki reynist vera meiri munur á körlum og konum meðal
þeirra semjáta krisma trú. Þetta ersagt vegna þess hversu mikið bar í milli þegar
könnuð voru svör við spurningunum um guð og Jesú Krist. Þá kom einmitt
fram mjög mikill munur á kynjunum hvað varðar það sem kalla má dæmigerð
„kristin" svör, sbr. töflur 11,4 og 11,8. Þetta ósamræmi - ef það er rétta orðið -
verður ekki reynt að skýra. Þó er ástæða til að nefna að það krefst sennilega
eindregnari afstöðu af hálfu þess, sem spurður er, að segjastjáta kristna trú en
að merkja við svarsmöguleikana um kærleiksríkan guð og að Jesús Kristur sé
sonur guðs og frelsari mannanna í því sambandi sem þær staðhæfingar koma
fram í þessari könnun. Sé það rétt ályktun má ætla að svör við spurningunni
um trúarafstöðu gefi traustari vísbendingu um fylgi manna við kristna trú en
þau svör sem gefin voru um einstök atriði trúarinnar. Það styður enn frekar
þessa ályktun hversu mikils innra samræmis gætir í hópunum tveimur, þeim
sem trúa á sinn eigin persónulega hátt og þeim sem játa kristna trú. Hefur það
þegar komið í ljós og kemur reyndar enn betur í ljós hér á eftir. Að lokum skal
áréttað hvað varðar trúarafstöðu fólks eftir kyni að þær konur eru fleiri sem
segjast trúa á sinn eigin persónulega hátt en þær sem játa kristna trú. Þetta er
niðurstaða sem hlýtur að vekja nokkra athygli, einkum þegar höfð er í huga
sú staðreynd að konur eru mjög trúhneigðar, þ.e. tæplega 90% þeirra segjast
vera trúaðar, sbr. töflu 11,18.
32