Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Side 38
Studia theologica islandica
Báðar þessar tilvitnanir, einkum þegar þær eru lesnar í senn, lýsa því vel hveijir
þeir annmarkar eru sem við er að glíma en einnig hverjir kostir bjóðast þegar
gera skal fræðilega könnun á trú og trúarlífi. Vakin skal athygli á því að Páll
er að fjalla um kristna trú og skilyrði hennar í orðum sínum en að breyttu breyt-
anda virðist mega heimfæra túlkun hans á trú í víðari merkingu. Sérstaklega
athyglisverð er greining hans annars vegar á trú og hins vegar tnlarbrögdum.
Þarna er nefnd trúin, hin huglæga afstada, sem ekki verður mæld í tölum, og
trúarbrögðin, sem eru hinn ytri búningur og nánar er lýst sem trúarsetningum,
helgisiðum, reglum, almennum siðum og framkomu, þ.e. fýrirbæri sem heyra
til hinum hlutlæga veruleika og eru því viðfangsefni fræðilegrar skoðunar og
umfjöllunar. Kjarni þessa máls er þó sá að þessir tveir þættir, trúin og
trúarbrögðin, eru með orðum Páls „samofnir“. Astæðulaust er þó að leggja þá
einu merkingu í þessi orð að þeir skuli vera samofnir, eins og kannski mætti
ætla, heldur fremur að þeir hljóti að vera það samkvæmt eðli málsins. Það er
sú merking sem hér er lögð til grundvallar. I henni lýsir aðgreining á trú og
trúarbrögðum og jafnframt samtenging þessara tveggja þátta dæmalaust vel
þeirri afstöðu til viðfangsefnisins sem hér er látin ráða ferðinni og kveður á um
þau vinnubrögð sem beitt hefur verið í þessari könnun.
í ritgerðinni sinni „Eru íslendingar kristnir?“ spyr Páll Skúlason ýmissa
spurninga. Ein þeirra er svohljóðandi:
Játum við raunverulega trú á Jesú Krist sem guðsson og frelsara manna eða viður-
kennum við einungis kirkju hans sem sögulega staðreynd í þjóðfélagi okkar? Viljum við
vera kristin eða teljum við boðskap Krists forneskjulega bábilju? Vorum við e.t.v. kristin
en höfum glatað trúnni í þeim flaumi framfara og breytinga sem gengið hafa yfir
þjóðlífið?11
Sjálfur er Páll þeirrar skoðunar „að trúarlíf sitt (fái) enginn ræktað og þroskað
nema í samfélagi þar sem menn deila sannfæringu sinni hver með öðrum og
gangast undir ákveðna siði og reglur sem leggja þeim skyldur á herðar“.12
„Kirkjan“, segir Páll, „er slíkt samfélag manna“. Ályktunarorð hans í lok
ritgerðarinnar eru þessi:
„Spurninguna „eru íslendingar kristnir?" getum við því orðað: „hversu mörg okkar játa
raunverulega trú ájesú Krist með virkri þátttöku í lífi og starfi kirkjunnar? Allavega
gerum við það ekki öll, sennilega einungis lítill hlud þjóðarinnar. I þeim skilningi eru
Islendingar sem ein heild ekki kristnir“.“13
11
12
13
36
Sama rit, bls. 256-7.
Sama rit, bls. 262.
Sama rit, bls. 262.