Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 40
Studia theologica islandica
fjölhyggjunnar á íslenskt þjóðlíf, á trúar- og siðgæðisviðhorf, eins og ítrekað
hefur verið drepið á í allri þessari umfjöllun.
Almennt má segja um trú sem er sprottin úr slíkum jarðvegi eða býr við þess
háttar þjóðfélagsaðstæður að fólk sem hana aðhyllist hafi litla þörf fyrir að deila
sannfæringu sinni með öðrum - þ.e. þörf fyrir „samfélag trúaðra“ - og til-
hneigingar dl fastmótaðra, trúarlegra kenningarkerfa sé vart dl að dreifa.
Trúin er einstaklingsbundin í þessum skilningi og einnig „einkamál“, en slík
mál bera menn hvorki á torg né hafa í hámælum. Trúarlífsfélagsfræðingum
verður af þessu dlefni tíðrætt um ósýnilega trú („invisible religion“), sbr.
Thomas Luckman, en merkt framlag hans til þessarar umræðu er einmitt að
finna í bókinni The Invisible Religion.14 Trúin verður ósýnileg þar eð hún leitar
ekki eftír sýnilegum farvegi í búningi trúarstofnana, kirkju, trúfélaga eða með
myndun samstæðra trúarsetninga. Þetta er engu að síður trú, „religion“, í þeim
skilningi að menn leita dýpri merkingar á rökum dlverunnar en skynheimur-
inn eins og hann blasir við býður þeim. Þá róa menn hver í sínum báti á marg-
vísleg mið og fiska í gruggugu vatni enda ekki annað í boði þar eð uppsprett-
urnar eru fleiri en tölu verður á komið í heimi þar sem fjölhyggjan ræður
ríkjum. Annar merkur trúarlífsfélagsfræðingur, Peter Berger, ræðir í þessu
sambandi um trúverðugleikarof („credibility gap“) á milli hefðbundinna
kristínna trúarviðhorfa og afhelgaðrar reynsluvitundar nútímamanna. Þetta rof
rekur hann til ólíkra heimsmynda: annars vegar kristinnar trúar og hins vegar
þeirrar alþýðumyndar nútímavísinda og tækni sem maðurinn á götunni
tileinkar sér. Við þau skilyrði færist trúin einnig undir yfirborðið en glatist að
sönnu aldrei þar sem manninum sem skynsemisveru sé áskapað að spyrja um
hinstu rök og leita æ dýpri merkingar. Þetta sé trú í deiglu þjóðfélagslegra um-
brota, nýrrar þekkingar, endurmats á siðrænum verðmætum, fjölhyggju og
nývakinnar sjálfdæmishyggju. Spurningin er hins vegar hvort það sé þessi trú
sem menn bera vitni þegar þeir segjast trúa á sinn eigin persónulega hátt. Það
er sennilega ekki fjarri sanni. Við ákveðið tilefni ekki fyrir alls löngu var trú
fjölmargra Islendinga lýst sem „grautartrú“ og með því gefið í skyn að í þeim
graut væri að finna ókræsilega blöndu sundurleitra hugmynda. Var spíritísma
ekki síst um kennt. Enginn vafi er á því að hann hefur haft sín áhrif en að hinu
er að hyggja að grautartrú, þar sem hver og einn styðst við eigin uppskrift, er
langt í frá séríslenskt fyrirbæri. A það benda m.a. þeir fræðimenn sem til er
vitnað hér á undan. Á þessum vettvangi skal ekki haldið frekar á loft hugtakinu
grautartrú því að svo snjallt sem það kann að vera fylgir því um of niðrandi
merking. Þess í stað liggur beinast við að nota hugtakið einkatrú.
Hér skal enn vitnað í orð Páls Skúlasonar er lýsir vel þeim viðhorfum sem
hér eru til umræðu:
Nú kynni einhver ykkar hlustenda minna að hafa hnotið um málflutning minn til þessa.
Rökfærsla hans gæti verið eitthvað á þessa leið: Kristin kenning kveður á unt efni sem
14 Thomas Luckman: TheInvisible Religion: NewYorkl967.
38
■