Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Side 42
Studia theologica islandica
íslendingar hljóta samkvæmt þessu að teljast miklir guðstrúarmenn. En það
kann að reynast vandasamt að fullyrða nokkuð um hvaða merkingu þeir leggja
í guðshugtakið og hvort sú merking samræmist kristnum hugmyndum. I
upphafi þessa máls var gerð flokkun á svörum við spurningunni um guð. Þá
varð niðurstaða sú að 37% játuðu trú á kærleiksríkan guð, 24% aðhylltust aðrar
guðshugmyndir, 25% íylltu hóp efahyggjumanna um tilvist guðs og 14%
kváðust ekki geta svarað spurningunni. Þessar tölur gefa vísbendingu um hvers
fylgis krisdn kenning nýtur um guð, sé tekið mið af því að trú á kærleiksríkan
guð samræmist best þeirri kenningu. I því sambandi má einnig minna á að
jafnstórt hlutfall manna, 37%, lýsir trúarafstöðu sinni með því að segjast játa
kristna trú. Styrkir það að svo skuli vera þá ályktun að hér sé að finna fólk sem
á mikla samleið með kristnum trúarhugmyndum.
Greina má á milli tveggja meginhugmynda um guð bæði í beinum svörum
fólks og þegar höfð er hliðsjón af þess eigin orðum. Annars vegar er það
hugmyndin um guð sem kærleika og kærleiksríkan föður, hins vegar um guð
sem æðri mátt er gefur lífinu tilgang og merkingu. Iðulega getur þarna verið
um skörun að ræða en þó gefa þessi svör ærið tilefni til að ætla að um
raunverulegan mun sé að ræða er eigi sér djúpar rætur í trúarafstöðu manna.
Munurinn er sennilega ekki síst fólginn í því að í fyrra tilviki er skírskotað til
persónulegs samfélags við guð, sem m.a. kemur fram í bænasamfélagi, en í
hinu síðara er játuð trú á guð sem ópersónuleg máttarvöld, reglu eða
alheimsskipan, sem gefur tilverunni merkingu án þess að persónulegt samfélag
þurfi til að koma. Sameiginlegt með báðum er trú á „hið góða“, annars vegar
algóðan, kærleiksríkan guð og hins vegar hið góða í tilverunni. Til glöggvunar
á þessum tvenns konar guðshugmyndum og jafnframt hversu þær sameinast í
tiltrú á hið góða skulu hér tilfærð nokkur dæmigerð ummæli manna:
Egsé Guð jyrir rnérsem kærleiksríkan fóðursem vakiryfir bömum sínum, mildur
og blíður. Hann sér allt, veit allt og fyrirgefur allt, svo fremi að maðurínn játi
yfirsjónir sínar ogbiðji Guð um náð ogjyrirgefningu.
Guð erfyrir mér hugtak eða táknfyrirþað góða, fyrir orkuna sem stýrir heiminum.
Ég tel að hœgt sé að ná til þessarar orku með eigin hugarorku. Þegar ég einbeiti
mér að hinu góða tel ég mig finna fyrir andsvari - allt verður jákvœðara í lífi
mínu. E.t.v. mætti kalla það bœn tilguðsþegar égeinbeili mérað hinu góða.
Guð er heilagur andi og þeir sem tilbiðja hann eiga að tilbiðja hann í anda og
sannleika.
Guð er enginn andi. Hann erfirekar það góða í manninum sjálfum.
Ég trúi að guð sé alfaðir sem vísar manni veginn og heldur vemdarhendi yfir bœði
mönnum og dýmm.