Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 43
Trúarlíf íslendinga
Guö er persónugervingur alls þess góða, sem hver kristinn einstaklingur getur
ímyndad sér ad sé til.
Mérfinnst að guö sé eitthvert æbra tilverustig en okkar, ósjáanlegt, óáþreifanlegt
en þó meövitaö á vissan hátt og finnanlegt. Hafió yfir allt illt, réttlátt og
réttsjáandi.
Guö er eins og kœrleiksríkurfábir sem huggar og styrkir þá sem til hans leita.
Þegar égsvara sþ. 30 á égekki viö að Guð sépersóna heldursem æðri máttureða
eitthvað óáþreifanlegl, en sem er þó ávallt til stáðar.
Guð er bara til í hugum manna.
Eg hugsa mér Guð mikinn og máttugan anda sem umlykur allt og er í öllu,
Ijósinu, kærleikanum og öllu hinu góða í manninum og náttúrunni.
Guð er hugtak sem fundið var upþ til að nota sem siðgæðistaumhald en ég vil
túlka að guð sé það góða sem til er í hveiri einstakri manneskju.
Eg trúi á Guð föður almáttugan skapara liimins ogjarðar. Eg trúi á Jesúm Krist
hans einkason, sem getinn er af Heilögum anda, fæddur af Maríu mey. Hann
dó Jyrir mig á Golgata kross. Hann sigraði Satans vald oggaf mér eilíft Frelsi svo
ég mœtti lifa í eilífri dýrð í sölum himinsins um alla eilíjð, nærveru Guðs. Hann
hefur talið höfuðhár mín og hefir séð um allt fyrir mig og mun sjá um mig um
eilífð. Guði sé lofi
Hér kennir margra grasa. Margt er líkt en einnig ólíkt, svo sem lesa má af
tveimur síðustu tilvitnunum. „Guð í alheimsgeimi, guð í sjálfum þér“, vildi
margur sagt hafa. Persónulegs trúarsamfélas við guð gætir að sönnu en einnig
trúar á ópersónulegan æðri mátt. Ekki síst birtist guðstrúin þó sem grundvöllur
siðgæðis: guð er góður eða hið góða og menn eiga að þjóna honum eða því
með góðum verkum. „Hann hefur hjálpað mér og mínum að lifa heilbrigðu
og góðu lífi“, sagði einn svarenda. Annar kemst svo að orði: „Guð er það æðsta
og besta í heiminum. Með því að hlú vel að börnum mínum, barnabörnum,
tengdafólki, sýna samstarfsfólki skilning og velvilja, forðast illt umtal um
náungann vonast ég til að þóknast honum“.
Hin ríkjandi áhersla á hið góða, livort heldur í guði föður, í manninum eða
í tilverunni allri, veldur því að það er gæska guðs sem er í fyrirrúmi. Varla örlar
a þeim ógnvekjandi leyndardómi (mysterium tremendum) sem spámaðurinn
Jesaja sá birtast í heilagleika guðs og varð honum tilefni til að bera fram
kröftuga syndajátningu: „Vei mér, það er úti um mig! Því að ég er maður, sem
hefi óhreinar varir og bý meðal fólks, sem hefir óhreinar varir, því að augu mín
41