Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Side 45

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Side 45
Trúarlíf íslendinga opinberun guðs eða æðri máttarvalda fái maðurinn öðlast þá’þekkingu. Þess skal getið að flokkun þessi er sótt í erindi Páls Skúlasonar sem hann nefnir Meaning of Life: Four Perspectives (Háskóli Islands 1988). Húmanistíska markhyggju auðkennir Páll sem villuráfshyggju og trúarlega markhyggju sem forsjónarhyggju. Ef niðurstöður könnunarinnar eru skoðaðar í ljósi ofangreindra kenninga virðist eðlilegt að álykta sem svo að í hópi svarenda sé að finna æði marga markhyggjumenn. En vandasamt mun reynast að skipa þeim í hina tilgreindu flokka. Einkum gætu mörkin orðið óljós á milli húmanistískrar markhyggju og forsjónarhyggju. Því veldur einkum að enda þótt menn játi einhvers konar trú á guð eða æðri máttarvöld, er ætti samkvæmt því að flokkast undir forsjónar- hyggju, þá er ýmislegt í þeirri „guðstrú“ sem bendir til þess að hún sé fremur mannhverf en guðmiðlæg. Viðhorf slíkra guðstrúarmanna eigi í raun meiri samleið með húmanistískri markhyggju en trúarlegri. Einn svarenda lýsti nánar guðstrú sinni stutt og laggott: Lífið er guð. Þetta er dæmigert svar húmanist- ískrar markhyggju enda þótt í orði kveðnu sé játuð trú á guð. Við spurningunni um guð gafst kostur á þremur svarsmöguleikum sem gefa til kynna trú á tilvist guðs. Auk þeirra tveggja, sem um hefur verið rætt, þ.e. trú á kærleiksríkan guð og trú á guð sem gefur lífinu tilgang, var þriðji kosturinn sá að guð hefði skapað heiminn og stýrði honum. I fyrstu grein hinnar postul- legu trúarjátningar er borin fram játning trúar á guð „skapara himins og jarðar“. Sjálfsagt má reikna með því að ýmsir þeirra sem svara því til að þeir trúi á kærleiksríkan guð eða á guð sem gefi lífinu tilgang séu og þeirrar trúar að guð sé skapari og höfundur lífsins. En sú staðreynd blasir þó við, þegar svör við spurningunni um guð eru skoðuð, að þeir eru ekki margir sem játa guðstrú sína með því að merkja við valkostinn um guð sem skapara. Sem sjálfstætt svar fær það fylgi innan við 3ja% svarenda og sem svar ásamt með öðrum fær það 17% fylgi. Einnig kemur það sárasjaldan fyrir að minnst sé á guð sem skapara þegar menn lýsa guðstrú sinni með eigin orðum. Við fyrstu sýn verður vart önnur ályktun dregin af þessari niðurstöðu en sú að kristin sköpunartrú eigi í vök að verjast. Altént er það ekki þessi guðstrú sem fýrst kemur í huga fólks þegar það er spurt. Veltur þá á miklu hvaða merkingu menn leggja í hugtökin sköpun og skapari. Ein þeirra er sú sem menn hafa í huga þegar þeir taka bókstaflega frásögn Biblíunnar í 1. Mósebók um að guð hafi skapað himin ogjörð á sex dögum og hvílst þann sjöunda. Sennilegt má telja að það sé þessi tiltekna merking sem fær svo lítinn hljómgrunn hjá þátt- takendum í könnuninni en það er einmitt hún sem nútímavísindi hafa gert torkennilega öllum þorra manna. Þeirri heimsmynd sem reiknar með yfir- nattúrulegri tilurð efnisheimsins hefur verið velt úr sessi og önnur vísindaleg komið í staðinn. Hitt er svo annað mál að flestir guðfræðingar leggja nú orðið allt aðra merkingu í hugtökin sköpun og skapari en fyrr var greint. Þar er að sonnu ýmsar og margbreytilegar áherslur að finna en sameiginlegt með þeim 43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.