Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Blaðsíða 46
Studia theologica islandica
flestum er sú túlkun á sköpunarhugtakinu að það lýsi því ekki hvernig
sköpunarverkið hafí orðið til heldur til hvers, í hvaða tilgangi. I Gamla testa-
mentinu tengist sköpunin þeim sáttmála sem guð gerir við lýð sinn. Guð
skapar manninn til samfélags við sig og sáttmálinn, gjörður af guði -
„skapaður" - er í senn upphaf og markmið þess samfélags. Guð „skapar“ einnig
þegar hann stöðugt vakir yfir, dæmir, styrkir og endurnýjar samfélag mannsins,
lýðsins, við sig. I Nýja testamentinu er það Jesús Kristur sem er í senn holdi
klætt sköpunar- og endurlausnarorð guðs. I honum öðlast fyrirheit sáttmálans
uppfyllingu, í honum, persónu hans og hjálpræðisverki, nær sköpunin tilgangi
sínum, er samfélag guðs við manninn fullkomnað. Sköpun og sáttmáli, sköpun
og endurlausn - þessi tengsl gefa til kynna að hinn biblíulegi skilningur á
sköpun og skapara tjái ekki upphaf mannkynssögunnar í venjulegri merkingu
þess orðs né heldur upphaf heimsins, heldur upphaf og endi (takmark)
hjálpræðissögunnar, samskiptasögu guðs og mannkyns. Af þessum orðum má
ljóst vera að hugtökin sköpun eða skapari hafa gjörólíka merkingu eftir því
hvert hið víðara merkingarsvið þeirra er. Til að einfalda málið má í aðal-
atriðum greina á milli tveggja slíkra sviða, annars náttúruvísindalegs en hins
trúarlegs. Sé þessi aðgreining höfð í huga er ekki fjarri sanni að ætla að það
sé miklu fremur hið fyrra, þ.e. hið náttúruvísindalega merkingarsvið, sem fólk
hefur í huga þegar það lætur í ljós næsta litla trú á guð sem skapara. Um leið
er eðlilegt að draga þá ályktun að hin trúarlega og þá jafnframt hin eiginlega
krisma merking sköpunarhugtaksins hafi ekki komist til skila nema að litlu leyti
í kristinni boðun hér á landi.
Trú á Jesú Krist
Eitt er það trúaratriði sem öðrum fremur verður látið skera úr því hvort menn
telja sig vera kristna eður ei. Það felst í því hvaða afstöðu menn taka til Jesú
Krists. Frá öndverðu var það spurningin, sem Jesús sjálfur lagði fyrir lærisveina
sína, er úrslitum ræður. „Hvern segja menn Mannssoninn vera?“ Þeir svöruðu:
„Sumir Jóhannes skírara, aðrir Elía og enn aðrir Jeremía eða einn af spámönn-
unum“. Hann spyr: „En þér, hvern segið þér mig vera?“ Símon Pétur svarar:
„Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs“. Þá segir Jesús við hann: „Sæll ert þú
SímonJónasson“.“ (Matt. 16:13-17). Hin fyrsta kristna trúarjátning, að því talið
er, er sama eðlis ogjátning postulans og hljóðar stutt og laggott: Jesús Kristur
erDrottinn". (Fil. 2:11).
Frá öndverðu hafa þeir sem kristnir vilja teljast borið fram þessa játningu
en frá öndverðu hafa menn einnig nefntJesú ýmsum öðrum nöfnum eða lýst
afstöðu sinni til hans með því að telja hann hafa verið einn af spámönnunum,
trúarbragðaleiðtoga, göfugmenni sem vart eigi sér jafnoka, fyrirmynd um
fullkomið líferni og jafnan finnast þeir sem efast um að hann hafí verið til.
Segja má að könnunin hafi staðfest að enn eru skoðanir manna skiptar á því
44
J