Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 50
III. Trúaráhrif og uppeldi
Inngangur
Trúaráhrif eru margvísleg og margslungin eins og reyndar trúarlíf yfirleitt. Hin
ólíku svið trúarlífsins geta haft grundvallaráhrif á líf fólks á hvaða aldri sem er
og við mismunandi aðstæður. Þróunarsálarfræði og uppeldisfræði hafa varpað
ljósi á þennan margbreytileika með rannsóknum á sálfræðilegum forsendum
trúarlífsins.
Hin margvíslega trú og trúarlíf kemur einnig fram í tilraunum fræðimanna
til að skilgreina trú (religion) í fáeinum hnitmiðuðum setningum. Það er því
ekki úr vegi að líta á nokkrar slíkar skilgreiningar áður en hugað er að trúar-
áhrifum. Þýski félagsfræðingurinn Thomas Luckmann leggur t.d. áherslu á að
trúarleg afstaða birtist óhjákvæmilega á einhvern hátt í heimsmynd og lífsvið-
horfum fólks.1
Viðfangsefni þessarar könnunar er m.a. einmitt að reyna að gera grein íyrir
hvernig trúarlíf og trúarhugmyndir tengjast öðrum hugmyndum, viðhorfum
og afstöðu til samfélagsins. Skilgreining Roberts Bellah er svipuð og skil-
greining Luckmanns en hann nefnir nokkuð nánar hlutverk trúarbragða í
grein sinni um þróun þeirra.21 þessum skilgreiningum er fyrst og fremst tekið
mið af hlutverki trúarinnar, þýðingu hennar fyrir einstakling, hóp og samfélag
andspænis grundvallarspurningum um lífið og tilveruna. Samkvæmt þessu má
ganga að því vísu að þekking á trúarbrögðum og trúarlífi gefi veigamiklar
upplýsingar um andlegt líf, menningu og heimsmynd hvort sem um er að ræða
einstaklinga, hópa eða heil þjóðfélög. Trúaráhrif og þroski trúarlífs er því óhjá-
kvæmilega hluti af allri félagsmótun og snertir bæði vitrænar og siðrænar
hliðar þroskaferlis hvers manns. Eins og gerð verður grein fyrir hér á eftir hafa
trúarlífsuppelclis- og sálarfræði aukið mjög á þekkingu manna á trúarlífi,
einmitt með því að taka mið af sálfræðilegum forsendum vitræns og siðræns
þroska. Hér hefur framlag enska uppeldisfræðingsins Ronald Goldmans vegið
hvað þyngst og markað tímamót, en hann hefur í rannsóknum sínum á hinum
vitsmunalega þætti trúarhugsunar skólabarna byggt á kenningum svissneska
sálfræðingsins Jean Piaget. Rannsóknir Piaget hafa ekki síst beinst að því hvaða
sálfræðilegar forsendur börn hafi til að nota hugtök svo sem tíma, orsök og
1 Thomas Luckmann: Tlie Invisible Religion, New York 1967, bls. 53.
2 Robert Bellah: ReligiousEvolution [1964], í Robertsson, Roland (ritstj.): Sociology o/Religiim,
London 1976, bls. 263.
48
i