Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 51
Trúarlíf íslendinga
tilgang. Þetta eru einnig mikilvæg grundvallarhugtök þegar um er að ræða
skilning á dæmisögum og líkingamáli Biblíunnar.
Eins og fjallað var um í kaflanum hér næst á undan hafa fræðimenn reynt
að skilgreina trúarhugtakið með innihald trúarinnar í huga. Peter Bergef1
hefur bent á að vart sé hægt að fjalla um trú og trúarlíf nema hafðar séu í huga
ákveðnar forsendur um hvað trúin íjallar, innihald hennar og hvað trúað er
á. Þegar um er að ræða viðfangsefni innan ákveðinnar trúarhefðar er oft sjálf-
gefið hvað inntak trúarinnar felur í sér, en það getur verið vandkvæðum
bundið þegar um samanburðarrannsóknir er að ræða. I trúarbragðafræðunum
er því hægt að finna bæði inntaks- og hlutverkaskýringar.
Hér skal bætt \dð einni skilgreiningu á trú eftir bandaríska sálfræðinginn og
heimspekinginn William James sem er í bók hans um breytileika trúarlegrar
reynslu:3 4
Trú (religion) skírskotar til „atferlis, reynslu og innri kennda einstaklingsins að svo
miklu leyti sem þær liöfða til þess sem honum er heilagt (divine).“
I þessari skilgreiningu er lögð áherlsa á tilflnningaþátt trúarinnar. Er hann
mjög mikilvægur eins og sýnt verður fram á í þessum kafla. SamkvæmtJames
er þessi þáttur jafnvel grundvöllur guðfræði og kirkjukenninga. Að vísu er
erfiðara að gera grein fýrir tilfinningahlið en vitrænu inntaki, kennisetningum
og jafnvel hlutverki trúarinnnar. Hér má vísa til kaflans næst á undan þar sem
gerður var greinarmunur á trú þess er trúir og því sem trúað er á.
Segja má að öll þau áherlsuatriði, sem fram hafa komið í þessum skilgrein-
ingum, snerti einhveija tiltekna hlið trúarinnar. Þau sýna að það fyrirbæri, sem
nefnt er einu nafni trú, felur í sér fleiri en eitt svið. I trúarlífsfélagsfræði er oft
vitnað til hinna fimm sviða trúarlífsins, samkvæmt kenningu sem fræðimenn-
irnir Charles Y. Glock og Rodney Stark settu fram í bók sinni Religion and Society
in Tensiori'. Fyrsta svið kalla þeir þekkingarlegt svið en annað svið trúarlegrar
reynslu og upplifana. Um þessi svið er lítið hægt að segja þar sem spurningar
þær sem hér eru lagðar til grundvallar voru lítið sem ekkert um þessi atriði.
Það á einkum við um hið þekkingarlega svið en mjög erfitt er að kanna það
með nokkurri vissu í póstlistakönnun af augljósum ástæðum. Nokkrar upp-
lýsingar eru hins vegar um trúarreynslu, bænheyrslu og áhrif fermingar. í
þriðja lagi er nefnt hið trúarlega eða hugmyndafrœbilega svið sem nær yfir trúar-
hugmyndirnar, trúarsetningar (um þetta svið var fjallað sérstaklega í kafla II).
Hið fjórða er atferlislegt svið sem kemur fram í trúaratferli og þátttöku í helgi-
siðum og trúarathöfnum. Um helgisiði eru tiltölulega góðar upplýsingar úr
þessari könnun en spurt var um kirkjugöngu, altarisgöngu, skírn, fermingar
3 Peter Berger: The Sacred Canopy. Elements of a Sociological Theory of Religion, New York 1969,
bls. 175 o.áfr.
4 William James: Varieties of Religious Experience, [ 1902], Glasgow 1985, bls. 50.
3 Charles Glock/Rodney Stark: Religion and Society in Tension, Chicago 1965.
49