Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 58
Studia theologica islandica
Skal fyrst athugað hvernig trúaráhrif eru með hliðsjón af áhrifum foreldra, frá
presti, og aldri svarenda.7
Tafla III,4 Hvaðan mestu trúaráhrif berast eftir aldri svarenda:
18-24 25-34 35-44 45-59 60-76
n= 70 70 68 90 66
Frá móður 52 66 65 78 85
Frá föður 24 10 18 9 8
Frá presti 24 24 18 13 8
100 100 101 100 101
Hér sést enn greinilegar en áður hve trúaráhrif frá móður skera sig úr, jafnvel
miðað við föður. Vel hefði mátt búast við að áhrif föður, þótt minni séu, fylgdu
sama breytingamynstri eftir því sem á ævina líður, en svo er ekki. Mat þeirra
sem svöruðu spurningunni er þannig að því eldri sem þeir eru því ofar í huga
eru trúaráhrif frá móður. Enn merkilegri eru þessi áhrif móður miðað við áhrif
frá presti vegna þess að hin síðarnefndu hljóta að öðrujöfnu að vera til komin
seinna á ævinni. Gera má ráð fyrir að því eldri sem menn verða því oftar hafi
þeir átt samskipti við prest og/eða haft ástæðu og tíma til þess að hlusta á
hann, hlýða á guðsþjónustu o.s.frv. Þessi skýring nær þó aðeins yfir þá er taka
þátt í guðsþjónustum eða starfsemi kirkjunnar en það eru tiltölulega fáir, ef
frá eru talin hin hefðbundnu embættisverk presta. Við túlkun þessara talna
verður einnig að taka til greina að áhrif frá presti í sambandi við fermingu eru
í fersku minni meðal hinna yngstu. Þetta þarf þó ekki að þýða að mikilvægi
prestsins minnki almennt fyrir fólk, t.d. sálusorgunarhlutverkið. En tölurnar
sýna ótvírætt að trúaráhrif móður á bernskuárum reynast varanleg og gætir
sterklega hjá þeim eldri.
Þessi niðurstaða er í samræmi við rannsóknir á trúarlífi aldraðra. Danski
trúarlífssálfræðingurinn Villiam Gr0nbæk gerði athuganir á trúarlífi aldraðra
sem byggðar voru á viðtölum og viðræðum við 69 einstaklinga. Hann bendir
á að það sé sjaldgæft að miklar sviptingar eða breytingar eigi sér stað í trúarlífi
þeirra. Þegar um slíkt er að ræða megi ætíð rekja þær til fyrri áhrifa. Einkum
eru það bernskuminningar sem hafa grundvallarþýðingu fyrir trúarlífið.
Trúaráhrif seinna á æviskeiðinu byggjast samkvæmt niðurstöðum Gr0nbæks á
því á hvern hátt þau tengjast trúarreynslu barndómsáranna.8
Niðurstöður jjessar um hin miklu áhrif móður á trúarlíf barna sinna eru
einnig í samræmi við niðurstöðu könnunar prófessors Owe Wikströms á
7 Ef við lítum á móður sem kjarna trúarlegra áhrifa í fjölskyldunni, en ákveðin rök verða
færð fyrir því að svo sé hér í þessum kafla, og að áhrif innan fjölskyldu séu þyngri á
metunum hvað varðar grundvallartrúarmótun má líta á trúaráhrifin í þessari töflu sem
raðbreytu.
“ Villiam Gonbæk: Religionspsykologi, Köbenhavn 1958, bls.198.
56
j