Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 63
Trúarlíf Islendinga
beitt óhlutbundinni (abstrakt) hugsun á tákn og hugtök trúarinnar að hann
verður fær um að skilja boðskap hennar, sem felst í líkingamáli og
dæmisögum; barnið sé bundið við hið hlutbundna (konkreta) og komist ekki
upp í hæðir hinnar trúarlegu hugsunar fyrr en hinir „vitrænu vængir“ séu
orðnir það þroskaðir að þeir geti borið það.
Engu að síður virðist hugarheimur barna gegnsýrður „magískum“ hug-
myndum um upptök og eðli fyrirbæra í náttúrunni og umhverfi þess. Piaget
hefur m.a. bent á þetta í rannsóknum sínum á hugsanaferlum barna og hug-
myndum þeirra. Segir hann að hugsunin mótist af „animistiskum“ hug-
myndum frá 3-7 ára aldri. Tungl og sól geta verið lifandi á líkan hátt og
mennirnir sem eiga sinn þátt í tilurð náttúrufyrirbæranna. Guð getur breytt
gangi mála þegar hentar. Hann hefur t.d. búið til sólina með því að kveikja á
eldspýtu. Slíkar hugmyndir kallar Piaget „mythological artificialism“. Frá 7-10
ára aldri fara að koma einfaldar, tæknilegar skýringar á náttúrufyrirbrigðunum
sem leysa fyrri hugmyndir af hólmi. Mannlegir eiginleikar og náttúruöfl fara
að greinast að í hugsuninni en áfram er gripið til skýringa þar sem guð hefur
gert hlutina. Orsakaskýringarnar eru innbyrðis ósamkvæmar að hluta til vegna
þe.ss að bæði guð og maður geta verið almáttugir aðilar. Eftir 10 ára aldur fer
barnið að aðgreina hið náttúrulega og guðlega. Hin magísku tengsl milli
mannheims og náttúrufyrirbæra leysast upp og því virðist að öðru jöfnu ekki
eðlilegt að hugsa sér ytra afl við orsakaskýringar svo sem guð.12 Það má e.t.v.
segja að það sé til marks um tilvistarlega mótsögn mannlífsins að þá sé fyrst
lagður grundvöllur að „eiginlegu trúarlífí“ í þeirri merkingu sem við í okkar
kristna menningarheimi leggjum í hugtakið trú þegar vitrænn þroski er
kominn á það stig að maðurinn þurfi ekki lengur að grípa til yfirnáttúrulegra
skýringa á eðli umhverfis síns.
Hér er hægt að segja að um sé að ræða tvennskonar áherslu á hugtakið trú:
annars vegar vitræna og menningarbundna, þ.e.a.s. skilning á trúarboðskap
Biblíunnar, og hins vegar tilfinningalega og tilvistarlega. Ef miðað er við seinni
skilgreininguna er auðveldara að tala um eiginlegt trúarlíf barna. Er um þetta
fjallað nánar hér á eftir.
Trúin er að því leyti frábrugðin öðrum sviðum mannlífsins að merkingu og
veruleika er sjaldan hægt að staðfesta svo aðrir sannfærist með tilvísun til ytri
skynjana og reynsluheims. Þetta gerir börnum erfitt um vik að átta sig á
trúarlegum hugtökum og sambandi þeirra. Oft eru spurningar þeirra og
athugasemdir um guð skýr dæmi um „misskilning". Hins vegar má einnig orða
það svo að þessar barnalegu athugasemdir sýni að þau lifi að einu leyti
algerlega í heimi trúarinnar, þ.e. þau beri takmarkalaust trúnaðartraust til
þeirra sem þau líta upp til og eru háð. Þegar barnið trúir einhveijum og treystir
honum finnst ekki vottur af efasemdum. Líklega er það þetta sem Jesús Kristur
12 Herbert Ginsburg/Sylvia Opper: Piaget’s Theory of IntellectualDevelopment. An Inlroduction,
Newjersey 1969, bls. 98-99.
Ronald Goldman: Religious Thinkingfrom Childhood to Adolescence, London 1964, bls. 26-27.
61