Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Blaðsíða 64
Studia theologica islandica
átti við þegar hann sagði við lærisveina sína: „Sannlega segi ég yður: Hver sem
tekur ekki við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma“.IS En dæmi-
sögur og líkingar Biblíunnar krefjast töluverðrar lífsreynslu og almennrar
þekkingar á lifnaðarháttum manna í ólíku menningarumhverfi ef inntak
þeirra og merking eiga að komast tíl skila. Guð og Jesús renna saman í eitt í
hugsun barna. Guð verður fyrir þeim eins konar „ofurmaður" sem getur gert
hina ólíklegustu hlutí, læknað fólk og galdrað fram það sem beðið er um. Guð
fær mannlega eiginleika (anthropomorphism) og líkist foreldrunum sem
barnið veit af reynslu sinni að það er háð. A vissan hátt fær guð mannlega
eiginleika um leið og foreldrarnir fá guðlega í hugarheimi barnanna.
Frá því um miðja þessa öld hafa nokkrar vandaðar rannsóknir verið gerðar
á þróun trúarlífs barna og unglinga. Oftast hafa þær byggst á klínískum við-
tölum en nokkrar frávarpsprófum, myndum, teikningum barnanna sjálfra og
ritgerðum þeirra.
Einnafyrstu rannsókn af þessu tagi gerði E.Harms (1944) í Bandaríkjunum.
Eftír að hafa athugað teikningar og ritgerðir rúmlega 5000 barna og unglinga
flokkaði hann hugmyndir þeirra um guð og hélt því fram að greina mættí þrjú
skeið í þróun guðshugmyndarinnar. Fyrsta skeiðið frá 3-6 ára kallaði hann
œvintýraskeið annað sem nær yfir aldurinn 7-12, raunsœisskeið og það þriðja frá
12 ára aldri, ánstaklingsbundib skeið. A fyrsta skeiði eru guðshugmyndirnar
sambærilegar við kynjaverur, risa, galdrakarla og ofurmenn. A öðru er meiri
stöðugleiki og samkvæmni í þessum hugmyndum. Guð hefur á sér mannlega
mynd en er máttugri en venjulegir menn og hjálpar í neyð. A hinu þriðja eru
guðshugmyndir miklu fjölbreytilegri og mótaðar af trúarhefðum en þar má
einnig merkja dulhyggjuhugmyndir og skapandi afbrigði.14 Trúarhugmyndir
barna hafa einnig verið taldar benda til magískrar hugsunar og animisma.
Hefur samkvæmt því verið talað um magískt skeið og animistískt skeið.15
J. P. Deconchy (1967) athugaði hvernig guðshugmyndir hafa þróast eftir
aldri hjá katólskum börnum. Samkvæmt niðurstöðum hans er það fyrst við 15
ára aldur að unglingarnir fara á raunhæfan hátt að tengja hugtök eins og
kærleik, hlýðni, öryggi og trúnaðartraust við guðshugmyndina. Þá hefst nýtt
tímabil í trúarþroskanum sem einkennist af því að trúin verður innilegri og
persónulegri. Hann heldur því fram að þessar niðurstöður eigi ekki aðeins við
um katólsk börn heldur megi alhæfa út frá þeim og finna mynstur sem gildi
almennt fyrir þróun trúarlífs meðal barna og unglinga.16
15 Mark. 10:15.
14 Ronald Goldman: Sama rit, bls. 24-25 og B. Spilka/R.W. Hood/R.I.. Gorsuch: The
Psychology of Religon; An Empirical Approach, Newjersey 1985, bls. 69.
15 Sven G. Hartmann/Sten Pettersson: IJvsfrágor och livsáskádningar hos bam, Stockholm
1980, bls. 45.
M. Argyle/B. Beit-Hallahmi: Psychology of Religion, London 1975, bls. 63.
Antoon Geels/Owe Wikström: Den religiösa manniskan. En introduktion till religionspsykologin,
Vánersborg 1985, bls. 96.
16 Hjalmar Sundén: Bam och religion, Karlskrona 1970, bls. 45.