Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 65
Trúarlíf Islendinga
Seinni tíma trúarlífssálfræðingar og uppeldisfræðingar, sem tala um
fortrúarlegt skeið hjá börnum, styðjast einkum við kenningar Piagets er hafa
haft mikil áhrif á skólamenn og viðhorf í uppeldismálum á Vesturlöndum
undanfarna áratugi. Kenningar hans fjalla fyrst og fremst um vitrœnan
þroskaferil barna upp að unglingsárum er hann byggir á því að dl séu líffræði-
lega lögmálsbundin stig eða þrep sem þroski fer eftir og megi því tala um
ákveðin skeið í vitrænu hugarstarfi. Gerir hann ráð fyrir fjórum aðalskeiðum:
1. Skyn- og hreyfiskeið, fram til tveggja ára aldurs.
2. Forskeið rökrænnar hugsunar, frá tveggja til sjö ára aldurs. Fyrri hluta
þessa skeiðs kallar hann forskeið hugtakamyndunar en seinni hlutann
innsæisskeið.
3. Skeið hlutlægrar rökhugsunar (concrete operational period), frá sjö til
ellefu ára.
4. Skeið formlegar rökhugsunar (formal operatíonal period). A þessu skeiði
getur unglingurinn fyrst farið að beita afleiðslu og aðleiðslu í hugsun sinni og
er ekki lengur bundinn hlutveruleikanum. Hann getur fengist við fleiri en eitt
einkenni fyrirbæranna í einu og dregið rökréttar ályktanir.
Kenningar Piagets um siðferðisþroskan eru einkar athyglisverðar í sambandi
við vitrænan og siðrænan þroska. Barnið er í upphafialgerlega há foreldr-
unum. Samskipti þess við umheiminn byggja á boðum og reglum sem það
skilur ekki. Um gagnkvæmni getur ekki verið að ræða á meðan það hefur ekki
þekkingarlegar forsendur til að skilja reglurnar og taka þátt í mótun þeirra og
breytíngum. Þessar reglur fá því algildan sess á sama hátt og vald foreldranna
er og barninu finnst óhugsandi að breyta reglunum þótt það liggi beint við tíl
þess að það getí náð markmiðum sínum. I þeim tilvikum sem barnið víkur frá
reglunum viðurkennir það sjaldan að slíkt hafi gerst vegna þess að það gerir
sér ekki grein fyrir því. Að því leytí sem barnið tekur þátt í samskiptunum (t.d.
leik eða keppni) er það af eigin forsendum og reglum sem í augum þess eru
algildar. Hugarheimur barnsins er sjálfhverfur (egocentric), þ.e.a.s. það getur
ekki sett sig í spor annarra nema að mjög takmörkuðu leyti. Þess vegna er
siðferðisvitundin ósveigjanleg og barnið getur lítt tekið mið af aðstæðum. Það
dæmir verknað, hegðun og mistök, ekki eftír hugarfari og tilgangi þess sem um
er að ræða heldur ytri mælikvarða þar sem afleiðingar verknaðarins ráða
matinu (moral realism).
Það er ekki fyrr en barnið öðlast reynslu utan verndarvængs foreldranna og
rekur sig á að sjónarmið þeirra og gildismat er ekki algilt að það getur skilið
forsendur reglnanna og sett sig inn í sjónarmið annarra. Þá fyrst getur það
vaxið inn í samskiptin sem jafningi og fullgildur aðili er tekur persónulega
ábyrgð og siðræn gildi ná að móta viðhorf einstaklingsins og skjóta rótum í
persónuleika hans. Þessi siðræni þroski er háður hinum vitræna þorska og
næst yfirleitt ekki fyrr en barnið hefur náð um tíu ára aldri.17 Eftír Piaget hafa
17 Herbert Ginsburg/Sylvia Opper: Sama rit, bls. 99.
63