Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Síða 67
Trúarlíf íslendinga
guðsímynd barnsins algerlega á hugmyndum þess um föðurinn og því hlut-
verki sem hann gegnir fyrir það og þróun sálarlífs þess. Afstaða til föðurins og
föðurhlutverkið er einnig skýring á upptökum trúarbragðanna að hyggju
Freuds. I grein sinni Zwangshandlungen und Religionsúbungen, 1907, líkir Freud
trú og trúarathöfnum við taugaveiklun og þráhyggju. Trúariðkun telur hann
sambærilega við varnarhætti sjálfsins og trúarlíf afturhvarf (regression) til
barnslegra viðbragða hins vanmáttuga einstaklings gagnvart foreldrum sínum
sem í augum hans séu guði lík.
I seinni ritum sínum, sérstaklega Die Zukunft einer Illusion, frá 1927, ræðir
Freud aðallega um þann vanmátt sem manneskjan verður óhjákvæmilega vör
við frammi fyrir duttlungum náttúrunnar. Vörn mannsins í þessari aðstöðu er
að manngera náttúruna. A þann hátt kemst hann í aðstöðu til þess að auðsýna
þessum öflum - sem hann ekki skilur - undirgefni og dýrka þau og öðlast
samúmis öryggi og frið. Með því að játa syndir sínar fær hann fyrirgefningu og
öryggiskennd. Föðurímyndin er sú mannlega mynd sem yfirfærð er á hin
óræðu öfl náttúrunnar. Guð er alvitur og algóður, hann getur að vísu reiðst
en er fyrst og fremst algóður og alvitur og veiúr dýrkendum sínum huggun og
styrk í lífsbaráttunni. Lögmál hans og refsivöndur eru einnig trygging hvers
einstaklings g'egn ógn frá öðrum mönnum, samfélagi og menningu. Guðstrú
hindrar fólk í því að láta eftir dýrslegum hvötum sínum og gefa löngunum
sínum lausan tauminn. Þetta taumhaldshlutverk trúarinnar verkar svo lengi
sem hinn ómenntaði lýður á ekki kost á menntun og vísindalegri þekkingu.22
Um guðshugmyndina sérslaklega segir Freud, endursögn:
Hjálparvana leitar maðurinn eftir föður sínum og guðunum. Guðimir gegna þreföldu
hlutverki. Þeir verða að geta sært burt þá ógn sem af náttúruöflunum stafar, gera mann-
inum það mögulegt að sætta sig við örlög sín, einkum eigin dauða; og þeir verða að
bæta manninum þann skort og þær þjáningar sem menningin og samfélagið leggur á
hann.23
Skilgreining Freuds á því hvað trú er nær bæði yfir inntak trúarinnar, sem er
föðurímyndin, og hlutv'erk hennar, að hemja útrás frumhvata og gefa mann-
inum sálarró og kjölfestu í lífinu gagnvart náttúrunni sjálfri og samfélaginu.
Grundvallaratriði í kenningu Freuds um trúarbrögðin og guðshugtakið er
hin svokallaða Ödipusarduld sem verður til á aldursskeiðinu 3-7 ára. Þetta er
það úmabil sem Piaget kallar forskeið hugtakamyndunar þar sem barnið er
algjörlega háð sjálhverfri hugsun. Freud heldur því fram að það sé á þessu
úmabili sem yflrsjálfíð verði úl, þ.e.a.s. siðferðisvitundin, sem hindrar óhefta
útrás frumhvatanna og göfgar þær. Þetta úmabil í þróun persónuleikans fær
nafn sitt frá grísku goðsögninni um Ödipus konung er óafvitandi drap föður
22 Sigmund Freud: Civilization, Society and Religion ... and Other Works, [1927],
Harmondsworth 1985, bls. 196.
25 Sama rit, bls. 197.
65