Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 68
Studia theologica islandica
sinn og giftist móður sinni. Freud heldur því fram að á þessu tímabili dragist
barnið að foreldri af gagnstæðu kyni og upp komi hjá því hatur gegn foreldri
af sama kyni. Það bælir á hinn bóginn þetta hatur vegna óbærilegrar minni-
máttar- og sektarkenndar sem það veldur. Hinum forboðnu kenndum er vísað
niður í undirmeðvitundina. Þannig myndast duld í hinu ómeðvitaða sálarlífí
sem nærir guðshugmyndina og mótar trúarlífið síðar á ævinni. Bælingin er
nauðsynleg til þess að barnið geti þróast áfram og myndað raunveruleg og
varanleg tengsl við umhverfi sitt og sína nánustu. Það sem bælt er fær útrás í
annarri mynd eftir að það er yfirfært á guð. Freud telur að um beint samband
sé að ræða milli afstöðunnar til föður og til guðs. Hann skýrir trúhneigð
kvenna, sem hann annars virðist hafa lítinn áhuga á að greina nánar, á þann
hátt að bæld kynhvöt er tengist föðurnum fái þar útrás. Afstaða drengja til
föður síns og þá einnig tíl „guðs föður almáttugs“ er ekki að sama skapi einlæg.
Undir niðri er um að ræða sambland af ást og hatri hjá drengjum og því ekki
eins einlæg og undirgefm afstaða til guðs og þeirra stofnana sem eru fulltrúar
hans og meðal kvenna. A það að skýra þá staðreynd að konur eru yfirleitt
trúaðri en karlar.
Hvort sem menn samþykkja fræðilegar grundvallarforsendur Freuds eða
ekki þá varpa kenningar hans vissu ljósi á manngerðareiginleika guðshug-
myndanna. Seinni tíma sálgreinendur hafa vissulega dregið í efa kenningar
Freuds um Odipusarduldina og hið mikla hlutverk kynhvatarinnar í þróun
persónuleikans.24 Þá hafa sálgreinendur, svo sem Erik H. Erikson og A.M.
Rizzuto, bent á mikilvægi móðurinnar fyrir þróun trúarlísins og mun það nær
sanni að manngerðar guðshugmyndir og trúarafstaða sé samofin eigindum
beggja foreldra.25 Fræðilegar forsendur Freuds og sá efniviður sem hann hafði
úr að vinna gáfu honum takmarkaða yfirsýn yfir trúarlífið. Hins vegar má margt
af honum læra um sjúklegar trúarhugmyndir og vanþroskað trúarlíf, t.d. þegar
manngerðar trúarhugmyndir móta trúarlíf fullorðinna. Kenningar Freuds
getur því verið gott að hafa í huga í umræðum um guðshugmyndir og bænalíf
í næsta kafla.
Annar klassískur höfundur sálfræðinnar, Gordon Allport, hefur einmitt
bent á að einkenni þroskaðs og heilbrigðs trúarlífs sé að það hafi losað sig úr
viðjum manngerðareiginleika og öðlast sjáfstæða (autonom) tílveru í sálarlífi
og persónuleika hins fullþroska manns. Um hið vanþróaða (immature) trúarlíf
skrifar Allport m.a., í lauslegri þýðingu:
Vanþroskað trúarlíf, bæði barna og fullorðinna, gengur mest út á töfra (magical think-
ing), sjálfsvorkunn, og fullnægingu lágra hvata (creature comfort). Trúin verður yfir-
varp lægri hvata og líkamlegra þarfa.'"'1
-4 Daniel C. Batson/Larry W. Ventis: The Religious Experience. A Social-Psychological Perspective,
Oxford 1982, bls. 36 og Antoon Geels/Owe Wikström: Den religiösa manniskan. En
introduktion till religionspsykologin, 1985, bls. 117 o.áfr.
25 Maare Tamm: Bamens religiösa Jörestállningsvárld, Göteborg 1986, bls. 59 o.áfr.
26 Gordon Allport: The Individual and his Religion, 1960, bls. 72.
66