Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Side 73
Trúarlíf íslendinga
félagar, skóli og félög gera kröfur til unglingsins sem oft á tíðum er ómögulegt
að samræma. Samkvæmt kenningu Erik H. Erikson tekst unglingurinn á þessu
sálfræðilega æviskeiði á við að móta sérstæða sjálfskennd og persónuleika.
Tilfinning fyrir sundruðu sjálfi vakir á næsta leiti og ógnar því jafnvægi á milli
hæfni og hlutverka sem nauðsynlegt er dl að mynda heilbrigða sjálfskennd.33
Þörf fyrir trúnaðartraust og öryggi verður oft mjög sterk á fyrri hluta
táningaaldursins. Unglingurinn keppir um hylli og viðurkenningu, ekki aðeins
foreldra heldur einnig annarra aðila. Viðurkenning foreldra verður þeim mun
minna atriði sem aðrir fylla meira rúm. Þetta er tímabil „tilrauna um
manninn“, vonbrigða og sigra. Væntingar, sem unglingurinn vill reyna að rísa
undir, geta leitt til innri átaka í sálarlífinu og óöryggis er fylgt getur sterk sektar-
kennd. Fyrir þá sem hafa kynnst af eigin raun eða séð aðra leita til guðs í bæn
er persóna Krists sú viðmiðun sem gæti orðið nærtæk við þessar aðstæður. Fyrir
hinn trúaða getur hann orðið vinur í hverri raun, tekið á sig „sektina“ og afmáð
hana. Hann er alls staðar nálægur og þekkir manninn fyrirfram og innan frá.34
Hér við bætist að vitrænt hugarstarf tekur miklum breytingum á þessu tíma-
bili, eins og sýnt var fram á áður. Forsendur trúarlífsins taka því grundvallar-
breytingum og trúin getur skotið mun dýpri rótum í persónuleikanum en
áður.
Það er því ekki að ófyrirsynju að trúarlífssálarfræðingar hafa veitt því athygli
að trúarlegt afturhvarf (conversion) á sér oftast stað á fyrri hluta táninga-
áranna. Athuganir á þessu fyrirbæri, sem skilgreint er sem snögg persónu-
leikabreyting, var reyndar eitt aðalviðfangsefni fyrstu bandarísku sálfræðing-
anna sem fengust við þetta efni um og eftir seinustu aldamót. Sú áhersla hefur
minnkað nú á dögum og þeir hafa í ríkari mæli gert sér grein fyrir því að
trúarlegt afturhvarf á sér sína forsögu er ber að líta á sem þátt í þroskaferlinu.
Félagsleg áhrif koma einnig miklu meira við sögu þegar um slíkt er að ræða
en fyrstu sálfræðingarnir gerðu sér Ijóst.35
Upphaf unglingsáranna er einnig tímabil efasemda um trú. Unglingurinn
endurskoðar barnatrúna og eigin afstöðu í ljósi þekkingar sem skóli, félagar
og fjölmiðlar veita. Efinn getur leitt til þess að hann verði áhugalaus eða and-
snúinn trúmálum en einnig vakið sektarkennd. Mikið veltur á því hvernig
foreldrar, kennarar og prestar bregðast við. Er það fjölmargt sem getur haft
áhrif á trúarþroska unglinga á þessum tímamótum.
Ef barnið verður að bæla efasemdir sínar hverfa þær ekki heldur lifa í
undirmeðvitundinni, nærast þar og sjúga smám saman lífið úr þeirri trú sem
fyrir er.36 En efinn getur á hinn bóginn einnig orðið jákvæður liður í
■1S Sjá t.d. Erik H. Erikson: Childhood and Soáely, London 1975, bls. 253.
11 Hjalmar Sundén: Bam och religion, 1970, bls. 183.
15 Bryan Wilson: Religion in Sociological Perspective, Oxford 1982; Meredith B. McGuire:
Religion: The Social Context, Belmont 1981, bls. 58 o.áfr.; M. Argyle/B. Beit-Hallahmi: Social
Psychology of Religion, 1975, bls. 59 o.áfr.; Bernard Spilka/Ralph W. Hood/Richard L.
Gorsuch: The Psychology of Religion: An Empirical Approach, 1985, bls. 200o.áfr.
56 Hjalmar Sundén: Bam och religion, 1970, bls. 183.
71