Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Síða 75
Trúarlíf Islendinga
starfanefndar þjóðkirkjunnar meðal presta og annarra fermingarfræðara sýnir
að prestar eru flestir jákvæðir hvað varðar hið félagslega hlutverk fermingar-
innar, t.d. veisluhöld, og telja þau ekki skyggja á trúarlegt hlutverk fermingar-
innar.37 Því var ekki úr vegi að kanna hvort fermingin hefði einhver trúarleg
áhrif á fermingarbarnið.
Spurt var: „Hafði fermingin áhrif á trúarlíf þitt“? Samkvæmt fyrirfram
gefnum svarsmöguleikum skiptust svörin á eftirfarandi hátt:
Tafla 111,12 Áhrif fermingar (n=731):
Já, fermingin sjálf
Já, en seinna
Nei
Ekki svar
35.4
12.9
39.3
12.4
100.0
Tæplega helmingur fermdra segir að fermingin hafi haft áhrif á trúarlíf þeirra.
Af þessari könnun verður ekkert sagt ákveðið um hvers konar áhrif er að ræða.
Ekki er hægt að útiloka að þau geti í einhveijum mæli hafa verið neikvæð. Til
að fá einhverja haldbæra vitneskju um þetta þyrfti að gera viðtalskönnun
meðal unglinga. Svo mikið er víst að mikill meiri hlud fermingarbarna skeytir
lítt um kirkju og kirkjugöngu eftir fermingu. Nálega 40% segja sig ekki hafa
orðið fýrir áhrifum af fermingunni. Þetta er niðurstaða sem hlýtur að vekja upp
spurningar um forsendur fermingarinnar, trúarlegt gildi hennar og afstöðu
kirkjunnar. Þeim spurningum verður ekki svarað á þessum vettvangi en líta
skal nánar á hvernig þessi áhrif tengjast öðrum þáttum sem spurt var um í
könnuninni.
Fermingin hafði töluvert meiri áhrif á stúlkur en drengi, þ.e. 44% gegn
36%. 50% karla segjast hafa verið ósnortnir af fermingunni, bæði af sjálfum
atburðinum og endurminningunni en 40% kvenna eru á þeirri skoðun.
Munurinn er tölfræðilega marktækur. Þetta er athyglisvert þegar það er haft í
huga að drengir fremur en stúlkur verða fyrir trúaráhrifum af prestum (sjá
töflu III,5). Það er því sennilegt að eitthvað annað en presturinn í sambandi
við ferminguna hafí dýpri áhrif á stúlkur. E.t.v. má ætla að sjálfur fermingar-
undirbúningurinn hafi meiri þýðingu fyrir stúlkur þar sem þær eru oftar iðnari
og samviskusamari við lærdóm á þessum árum. Það gæti einnig verið
„stemningin" sem tengist atburðinum í heild, hátíðin, trúarreynsla, viðmót og
þátttaka foreldra og ættingja er hefði meiri áhrif á stúlkur en drengi.38
37 Pétur Pétursson: Hann vardveitiþig; Reykjavík, 1988.
38 Þetta er í samræmi við niðurstöður Frakkans Pierre Babin sem fann í athugunum sínum á
guðshugmyndum unglinga frá 11 tíl 19 ára að hugmyndir stúlkna eru fremur mótaðar af
tílfinningalegum sviðum trúarinnar sem koma m.a. ffam í tílfinningu fyrir öryggi, friði, hátíð
og stemningu. Guðshugmyndir drengja á þessum aldri eru aftur á mótí fremur vitrænar
og siðrænar. Maare Tamm: Bamens religiöseJorestállningsvárld, Göteborg 1986, bls. 59-64.
73