Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Síða 78
Studia theologica islandica
heldur ekki óalgengt, þegar fólk er að gera grein fyrir trúarlífi sínu (t.d. í
sjálfsævisögum), að minnst er á ferminguna, prestínn og eftirminnilega atburði
í því sambandi.
Tafla III, 16 Samband milli aldurs og áhrifa fermingarinnar:
18-24 25-34 35-44 45-59 60-76
n= 124 137 130 134 110
Já.fermingin sjálf 33 29 39 46 59
Já, seinna 11 9 16 22 15
Nei 56 62 45 31 26
100 100 100 99 100
Fermingin hefur haft mest áhrif á þá elstu. Þó ber að hafa í huga að þeir segja
ekki oftar en aðrir að þeir hafl orðið fyrir áhrifum af fermingunni seinna. Hér
er um að ræða túlkunarvanda, svipaðan þeim sem áður er minnst á þegar um
var að ræða trúaráhrif móður. Tvær skýringar koma tíl greina. I fyrsta lagi gæti
verið um það að ræða að þeir elstu, fæddir á árunum 1910-1926 og aldir upp
fyrir seinni heimsstyrjöld, hafi einfaldlega orðið fyrir meiri trúaráhrifum við
ferminguna en þeir sem yngri eru. Fermingin gæti þá hafa verið mikilvægari
atburður og eftirminnilegri í lífi unglinganna en síðar varð. I öðru lagi gætí
verið að fermingin sé (eins og þegar um áhrif móður er að ræða) fólki ofar í
huga eftir því sem það eldist. Að sjálfsögðu getur einnig verið um samverkandi
áhrif frá báðum þessum þáttum að ræða.
Hér kemur einnig fram að næst yngstí flokkurinn, aldurinn 25-34, er sá sem
hefur orðið fyrir minnstum áhrifum frá fermingunni. Þetta mynstur hefur áður
komið í ljós þegar trúarlegu þættírnir eru gaumgæfðir eftir aldri og bendir það
tíl þess að kynslóðirnar hafi orðið fyrir mismunandi miklum áhrifum. Kunnugt
er að unga kynslóðin leitaði nýrra leiða um lífsstefnu sína á árunum eftir hina
svokölluðu stúdentabyltingu árið 1968. Viðurkenndar stofnanir hins
„borgaralega“ velferðarríkis voru gagnrýndar, ekki síst með þeim rökum að
þær væru skrifstofuveldi sem gegndi því hlutverki að viðhalda þjóðfélagi er
miðaði allt við ytri gildi og efnahagsleg gæði en hindraði fólk í að rækta með
sér hin innri gildi. Nýjar leiðir og viðmiðanir urðu til um leið og unga fólkið
snerist gegn öllu því sem varðaði leið þess inn í þjóðfélag hinna fullorðnu. Hin
nýju viðhorf beindust að menntakerfmu, engu síður en kirkju eða öðrum
stofnunum samfélagsins. Hér á landi varð mikil hreyfmg í tónlistarefnum
meðal ungs fólks og einnig má nefna fyrirbæri eins og 0-flokkinn,
Asatrúarsöfnuðinn o.fl.39
Fermingin var án efa eitt af þeim atriðum sem urðu fyrir barðinu á
menningargagnrýni 68 kynslóðarinnar þótt þessi hreyfmg væri alls ekki
39 Pétur Pétursson, 1985, hefur fjallað um Asatrúarsöfnuðinn sem hluta af þessari róttæku
hreyfingu meðal stúdenta og ungs fólks í upphafi áttunda áratugarins.
76