Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Síða 92
Studia theologica islandica
í upphafi er trúarlíf barna að mestu tijinningalcgs eðlis og mótað af samband-
inu við móður eða staðgengla hennar. Trúaratferli foreldra er síðan ákaflega
mikilvægt sem fordæmi og opnar barninu seinna á ævinni sjálfstæða leið að
inntaki trúarinnar. Þá skynjar hinn trúaði nálægð almættisins þar sem hann
getur fundið sjálfan sig og tilgang í lífi sínu og tilveru. Aföll í bernsku geta haft
varanleg áhrif á persónuþroska og koma oft fram í átökum í trúarlífi seinna á
ævinni, svo sem sterkri minnimáttar- og sektarkennd. Slíkt trúarlíf getur verið
fast í fjötrum manngerðra mynda af guði. En trúin getur einnig opnað leiðir
út úr sálarkreppum, orðið sjálfstæður kraftur í persónuleikanum og opnað
möguleika til nýs lífs. Trúin virðist því geta bæði gegnt jákvæðu og neikvæðu
hlutverki í persónuþroska mannsins.
A táningaaldri tekst unglingurinn á við mótun trúarafstöðu sinnar á eigin
forsendum. Hann verður fær um að beita rökrænni hugsun á trúarhugmynd-
imarog öðlast aukna þekkingu á innihaldi trúarinnar og forsendur til að skilja
innri veruleika hennar sem birtist á táknrænan hátt á líkingamáli. Hann getur
bæði dýpkað trúarlíf sitt eða hafnað trúnni. Hér koma einnig áhrif frá fleirum
en fjölskyldunni til sögu, ekki síst presturinn við ferminguna, og geta þessir að-
ilar haft mikil áhrif á það hver þróun trúarlífsins verður. Félagar, kvikmyndir,
sjónvarp o.fl. skiptir og máli. Uppeldis- og kennsluaðferðir geta einnig skipt
sköpum á þessum árum.
Þótt mikill hluti þjóðarinnar beri visst traust til kirkjunnar sem stofnunar
eru það tiltölulega mjög fáir sem tengja trúarlíf og lífsviðhorf sitt kirkju-
stofnuninni í þrengri skilningi svo sem í helgihaldi eða virkri þátttöku í starfi
hennar. Þeir eru hlutfallslega fáir sem falla inn í það trúarmynstur sem hér er
kallað kirkjuleg trú, eins og bent var á í upphafi þessa kafla. Meiri hluti Islend-
inga hefur ákaflega óljósar og ósamstæðar hugmyndir um guð þótt hin kirkju-
lega trú sé einskonar baksvið. Eins og kom fram í II. kafla mótast guðshugmynd
margra eftir hina vitrænu glímu unglingsáranna af hugmyndum um gott afl í
tilverunni sem hægt er að biðja til þegar eitthvað bjátar á. Trú meiri hlutans
virðist nálgast annað trúarmynstur, trúna í daglega lífinu, sem ekki býr yfir þeim
tengslum og þeirri sjálfkvæmni sem kom fram í fyrsta þætti (kirkjuleg trú).
Grundvöllur þessarar trúar í daglegu lífi er fjölhyggja og sú merking sem í
henni felst byggir á forsendum einstaklingshyggju. Gera má ráð fyrir að nokkur
einkenni einkatrúar komi fram í trúnni í daglegu líji. Hér er átt við hina hvers-
dagslegu trú á hih góha sem gefur öryggi, hamingju og fótfestu. Þar er kirkjan í
nokkurri fjarlægð og Jesús Kristur er fyrst og fremst leiðbeinandi um mannlegt
siðferði. E.t.v. má segja að í mörgum tilvikum hafi sá grunnur sem lagður var
með barnatrú og í bænasambandi við foreldra ekki náð að þróast þegar vit-
rænn þroski kom til sögunnar ásamt vandamálum og verkefnum daglegs lífs í
heimi hinna fullorðnu. Guðshugmyndin hefur orðið óljós og er ekki lengur
aðalatriði í trúarlífinu. Guðssambandið verður þá „ópersónulegt“ en trúar-
þörfin leitar sér margskonar farvegs á einstaklingsbundnum forsendum. Kjarni
trúarlífsins, eins og hann er í kristnum skilningi, leysist því sundur, verður
90