Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Qupperneq 93
Trúarlíf Islendinga
„ósýnilegur“, eins og Thomas Luckmann hefði orðað það. Traust á kirkjunni
verður óskilgreint og safnaðarvitund takmörkuð.
I viðtölum í forkönnun kom fram að fólk, sem ekki taldi sig sérstaklega
trúað og tók að jafnaði ekki þátt í guðsþjónustum og öðru helgihaldi, sagðist
hafa sína barnatrú. „Ég hef bara mína barnatrú og læt það nægja“, var oft við-
kvæðið. Oft gat viðkomandi ekki eða vildi ekki ræða mikið um þessa trú. Gott
dæmi um þetta kom fram hjá einum svarenda sem brást þannig við og skýrði
frá hugmyndum sínum um guð: „Með hliðsjón af minni barnstrú þá hef ég
ákveðna hugmynd um tilvist guðs án þess að geta úrskýrt þá hugmynd nánar“.
Þetta bendir til þess að trúaráhrif í bernsku séu að stórum hluta tilfmningalegs
eðlis og þau ged verið varanleg þrátt fyrir vitræn „áföll“ og ýmiskonar áhrif
síðar á ævinni. Tregi sumra að ræða þessi mál við aðra, ekki síst spyril í viðtals-
könnun, kann að stafa af því að fólk veigrar sér við að setja þessa trú sína undir
mæliker fræðimanna sem auðveldlega geta bent á vitrænar og trúfræðilegar
mótsagnir í afstöðu þess. Það er guð barnatrúarinnar sem kemur fram í
þessum tilsvörum en hann hefur aðeins misst hina manngerðu ásjónu sína á
yfirborðinu. Fólkið trúir ekki lengur á „gamla góða manninn með hvíta skegg-
ið uppi í skýjunum“, en hinar manngerðu eigindir eru ekki horfnar heldur eru
þær nú eingöngu tilfmningalegs eðlis. Það sem í trúarlífssálarfræðinni er átt
við með „affective anthropomorphism“ virðist eiga við hér.51 Um þetta verður
fjallað nánar í kaflanum um bænalíf.
Færa má rök að því að hinir elstu nálgist aftur hið kirkjulega trúarmynstur
sem þeir voru aldir upp í. Þá eru hin „vitrænu" rök ekki lengur eins mikilvæg
og einstaklingurin lítur á líf sitt og hlutverk í nýju ljósi.
Skilgreining Wikströms á trúarlífi aldraðra, þar sem hann styðst bæði við
hlutverkakenningu Sundéns og kenningar Eriks H. Erikson um þróun sjálfsins
á hinum ólíku aldurskeiðum, gefur innsýn í það ferli sem kemur fram í töflum
þessa kafla. Þessar kenningar, ásamt kenningunum um þýðingu hlutverka-
skiptíngar á heimilum og þátt starfsins, atvinnunnar, varpa ljósi á mismunandi
trúarlífi karla og kvenna og breytingar sem á því verða með aldrinum.
Erik H. Erikson talar um að mótun sjálfsins og sjálfsímynd (identity) fari
eftir ákveðnu mynstri og fylgi ákveðnum skeiðum á þessu ferli. Færslan milli
þessara skeiða er vörðuð átökum sem leysa verður úr ef þroski á að vera
eðlilegur. Hjá öldruðum talar hann um að átökin séu milli þess að ná
samþættingu (integration) milli sjálfsupplifunar og örvæntingar.52 Hinn
aldraði leitast við að endurfinna það trúnaðartraust sem kviknaði og nærðist í
sambandinu við móður eða staðgengil hennar. Hér er um að ræða tilfmningu
fyrir „heilagri nærveru“ og viðurkenningu á sérleika sjálfsins. Hinn aldraði
endurlifir „vonina", eins og Erikson nefnir birtingarform trúnaðartraustsins,
sem verður til í barnæsku ef vel hefur tekist til. Vonin er barnsleg vissa um
51 Hans Akerberg: Kamp och kris, Stockholm 1983.
52 Erik H. Erikson: Childhood and Society, 1975, bls. 239-266 og Ungdomens identitetskriser,
[1968], Stockholm 1988, bls. 79-121.
91