Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Blaðsíða 95
IV. Trúarlíf og helgihald
Bœnalíf og gudsliugmyndir
Bænin er leið til að komast í samband við guðdóminn og yfirmannleg (supra-
human) öfl. I bæninni, eins og hún er venjulega skilin, leitar sá er biður á vit
sviðs sem er utan og ofan við hann sjálfan og hann hefur þar með opnað leið
til að taka á móti guðlegum áhrifum og handleiðslu og finna ytri kraft sem
greinilegast birtist í bænheyrslunni. Hinn trúaði og það sem trúað er á mætast
í bæninni. Hún getur bæði verið persónuleg, sjálfvalin leið eða hluti af form-
legu helgihaldi safnaðar eða félagsheildar. Frá öndverðu hefur hún verið fastur
liður í guðsþjónustu og lofgerð manna til guðs og yfirmannlegra afla. Hér eru
bænirnar í Davíðssálmum að sjálfsögðu einkar gott dæmi úr gyðingdómi og
kristnum sið. I frumsöfnuðunum urðu einnig til sérstakar bænir, fyrst og
fremst lofgerðar- og þakkarbænir.
Bænin er grundvallaratriði, ekki aðeins í kristnum sið heldur í trúarbrögð-
um yfirleitt. William James gengur svo langt að segja að bænin sé sjálfur kjarni
og eiginleiki trúarinnar (the very sou! and essence of religion). Samkvæmt
honum getur ekki verið um neitt trúarlíf að ræða ef ekki eru beðnar bænir.1
Annar fræðimaður á sviði almennra trúarbragðafræða á fyrri hluta þessarar
aldar, Friedrich Heiler, sem fjallaði sérstakega um fyrirbærafræði (fenómenó-
lógíu) bænarinnar, skilgreindi hana á svipaðan hátt ogjames þegar hann sagði
að hún væri „einlægasta og persónulegasta birtingarform trúarinnar“. Hann
gerði tilraun úl að flokka gerðir bæna efdr trúarbrögðum og eiginleikum trúar-
lífsins. Hér er ekki staður til að gera nánar grein fyrir þessari flokkun, enda
hefur hún ekki mótað verulega umfjöllun um bænina innan trúarbragða-
fræðanna. Athyglisvert er þó að hann talar þar sérstaklega um bæn hins frum-
stæða manns sem einkennist af vanmætti gagnvart umhverfinu og ákalli á hjálp
í ákveðnum vanda og við ákveðnar kringumstæður. Þá fjallar hann einnig sér-
staklega um helgisiðabænir, lofgerðarbænir í guðsþjónustu, persónulegar
bænir og heimspekilegar bænir.2
Þær bænir og bænalíf sem hér er fjallað um eru að sjálfsögðu persónulegar
bænir, er geta verið ýmiskonar, mismunandi að formi og inntaki, engu síður
en trúarlíf almennt. W.H. Clark (1971) ræðir um tvær tegundir bæna og
1 Williamjames: Varieties of Religious Experience, [1902] Glasgow 1985, bls. 444.
2 Olof Pettersson: Tro och rit, Stockholm, 1972, bls. 131; W.H. Clark: Religionspsykologi,
Stockholm 1971, bls. 266.
93