Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 105
Trúarlíf Islendinga
búinn til að mæta dauða sínum óttalaus. Þetta öryggi veitir honum víðsýni og
umburðarlyndi hvað varðar skoðanir annarra."
Þegar um er að ræða „extrinsic“ eða það sem kalla mættí yfirbordskennt trúar-
líf, hefur það fyrst og fremst gildi fyrir viðkomandi einstakling vegna þess sem
það gefur í aðra hönd. Það er fyrir hendi og virkt vegna þess að það er aðferð
til að ná einhveiju öðru markmiði sem er meira virði en trúin sjálf. Þessi gæði
geta verið efnahagsleg en einnig mannvirðing, sálræntjafnvægi og heilsa. Þess
konar trúarlíf er oft samfara því að sú persóna sem um er að ræða hefur
vanmáttarkennd og finnst ytri öfl ógna velferð sinni og vellíðan. Þetta fólk er
oft í varnarstöðu, dómhart um aðra og tortryggið. Það metur meira ytri tákn
um völd og árhrif en innri frið og „sátt við alla menn“. Hræðsla við dauðann
er algengari hjá þessu fólki. Vart þarf að taka það fram að oftast er um að ræða
meira eða minna af þessum einkennum hjá flestum og að þessar tvær gerðir
trúarlífs fyrirfinnast sjaldnast í hreinu formi.12 Hér á eftír munum fjallað um
bænalíf út frá ákveðnum eiginleikum trúarlífsins og m.a. athugað hvort fmna
megi þessum hugtökum stað í þeim efnivið sem hér er tíl athugunar, þ.e. hvort
séu annars vegar tengsl milli gerða bænalífs og hins vegar innra og ytra
trúarlífs. Sú tilgáta er sett fram hér að sjálfhverfar bænir og yfirborðskennt
trúarlíf fari saman.
Þótt niðurstöður þær, sem kynntar voru hér á undan, bendi til þess að það
séu sterkari áherslur á viss atriði trúarlífsins meðal þeirra sem biðja oftast má
einnig draga þá ályktun að hið mikla bænalíf Islendinga sé ekki bundið ein-
hverju ákveðnu trúfræðilegu inntaki, enda áður sýnt fram á að guðshugmyndir
fólks eru afar fjölbreytilegar. Bænalíf væri að þessu leyti endurspeglun hug-
myndanna um guð. Sálfræðilegt hlutverk bæna er margvíslegt, eins og
tilvitnanirnar gáfu vísbendingu um. Þegar um er að ræða einkatrú og óljósa
og ópersónulega guðshugmynd má búast við að bænirnar miði fyrst og fremst
að eflingu sjálfsvitundar einstaklingsins, vellíðan og öryggistílfmningu. Ef um
erfiðleika er að ræða virðist oft vera leitað á vit bæna sem síðasta hálmstrás eða
eins og einn svarandinn skrifaði hreinskilnislega: „Guð er góður ef ég get
notað Hann, en þá er mikið að“.
I framhaldi af þessu er ekki úr vegi að huga að bænheyrslu:
Spurt var: „Telur þú að þú hafir öðlast bænheyrn“?
11 Bernard Spilka o.fl.: The Psychology ofReligion, 1985, bls. 18.
Daniel C. Batson/Larry W. Ventis: The Religious Experience. A Social-Psychological Perspective,
Oxford 1982, bls. 140 o.áfr.
103